Af hverju býð ég mig fram? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar