Auknar kröfur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. september 2012 06:00 Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Á ferðum vegna framboðs til embættis forseta Íslands barst Alþingi oft í tal. Vissulega telja margir ýmislegt athugavert við störf þess og enn fremur að verulega vanti upp á traustið og virðinguna. Helst var fundið að flýtimeðferð sumra stærri mála, málþófi, óvönduðum málflutningi, málafjölda og skorti á frumkvæði eða þekkingu í mikilvægum málum. Flestir töldu það einbert mál þingsins og stjórnmálaflokkanna að hlusta á gagnrýnina, ræða vandann og taka hressilega til á vinnustaðnum. Ástæða þeirrar afstöðu er sú vissa að aðkoma annarra að málinu er í orði en ekki á borði, og gildir einu hvort um er að ræða stjórnmálafræðing, Jón og Gunnu eða forseta Íslands. Í stöku tilviki komu upp raddir sem lýstu því að „forsetinn þyrfti að taka í lurginn á þingmönnum“ en við umræður kom jafnan í ljós að hann hefur ekki annað til ráða en umvandanir eða ábendingar. Telja verður sennilegast að þær yrðu auðveldlega að nöldri eða endurtekningum sem fljótt tapa merkingu. Þegar sitjandi forseti heldur því fram að þjóðin hafi nokkrar áhyggjur af þingstörfum, er óþarft að draga orðin í efa en öðru máli gegnir um staðhæfingar um að verði ekki tekið á vandanum „munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Fyrir því segist hann hafa boðskap margra, bæði „kjósenda og einstakra frambjóðenda, í aðdraganda kosninganna“. Sú staðhæfing er ekki studd rökum. En hvað sem því líður verður að staðhæfa ýmislegt á móti, með dálitlum rökum. Bein afskipti forseta af lagasetningu felast í málskotsréttinum margumtalaða en ekki neinu öðru. Sitjandi forseti getur þá, samkvæmt nýföllnum orðum, fjölgað nei-unum við frumvörpum samþykktum á Alþingi. Ekki verður séð að það leysi vanda þess. Þarna er stjórnarskráin skýr. Vilji hann leggja fram frumvarp (sbr. 25 gr. stjórnarskrárinnar), verður það aðeins gert með fulltingi forsætisráðherra sbr. 13. greinina: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. Vandséð er hvað það læknar innan þings eða hvort forsetafrumvarp fengist lagt fram, í hvaða tilgangi og hvaða meðferð það fengi. Aftur er stjórnarskráin skýr. Og varla á forsetinn við setningu bráðabirgðalaga (sbr. 28. gr.). Forseti minnir réttilega á í ræðu sinni við setningu Alþingis að með lögum skuli land byggja. Nú skuldar hann öllum víðtækar skýringar á staðhæfingunni um hvernig hann sér fyrir sér auknar kröfur um eigin afskipti af lagasetningu og hvaða úrræði hans þær kalla á. Um það verða gerðar kröfur á haustmánuðum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun