Hálfgildings lausn? - um Ísland í Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 13. september 2012 06:00 Í fyrri greinum hef ég rakið stöðu Íslands í Evrópu og þau flóknu úrlausnarefni sem við – og aðrar þjóðir Evrópu – glíma við nú þessi misseri og mánuði. Skuldakreppan birtist með misjöfnum hætti eftir því hvaða land á í hlut, hvernig hagstjórn var háttað á árunum fyrir 2008 og hvort landið er hluti af sameiginlegu gjaldmiðilssvæði evrunnar. Af því leiðir að hvert og eitt land verður að meta hvernig best er að haga aðildinni að hinum innri markaði. Er hægt að vera hluti af innri markaðnum einum, er betra að vera innan evrunnar og yrði betra að vera innan nýs og eflds samstarfs um fjármálamarkaðinn eða utan þess? Svörin geta verið jafn misjöfn og löndin eru mörg. Þátttaka okkar í innri markaðnum á grundvelli EES-samningsins hefur skilað okkur miklum árangri en líka gert okkur berskjölduð fyrir hættum sem leitt hafa af samspili frjálsra fjármagnsflutninga og tilvist lítils gjaldmiðils. Gengi krónunnar sveiflast í frjálsu umhverfi langt umfram það sem undirliggjandi efnahagsstærðir gefa tilefni til. Á toppi innflæðis erlends fjármagns vorið 2006 styrktist krónan á sama tíma og fréttir bárust af stórfelldum niðurskurði í þorskafla. Ekkert sýnir betur að gengisþróun krónunnar endurspeglaði ekki verðmætasköpun í hagkerfinu. Fyrir vikið varð íslenskur almenningur ofurseldur dyntum erlendra spekúlanta. Þegar þeir vildu allir út á sama tíma hrundi gjaldeyrismarkaðurinn og haftatíminn tók við. Getum við aflétt höftum og lifað við umgjörð EES? Höfum við nægilega sterka umgjörð um hagvarnir okkar innan EES? Er EES-samningurinn dæmi um „hálfgildings hugsun" í anda þess sem Hannes Pétursson lýsti í frægu ljóði, sem ég hef áður vísað til – lausn sem einkennist af þörf okkar fyrir að stíga ekki skrefin til fulls, en dugar kannski heldur ekki til fullnustu? Í þeirri fyrirferðarmiklu umræðu um kosti Íslands í Evrópumálum sem staðið hefur undanfarin misseri hefur farið frekar hljótt um þá staðreynd að við getum ekki í dag uppfyllt ákvæði EES-samningsins og að alls óvíst er hvernig við förum að því þegar fram í sækir. Við höfum reist gjaldeyrishöft sem ekki standast ákvæði samningsins. Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans um varúðarreglur eftir höft er gert ráð fyrir að áfram verði unnt að viðhalda ýmsum hömlum á frjálsum fjármagnshreyfingum, eftir að höftum hefur verið aflétt. Þegar nánar er að gáð er óvíst að þær standist allar ákvæði EES-samningsins. Þannig er til dæmis gert ráð fyrir banni við lántöku heimila og fyrirtækja sem ekki hafa erlendar tekjur í erlendri mynt, en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við Ísland um bann við gengistryggðum lánveitingum og telur það ekki samrýmast ákvæðum EES-samningsins. Við munum, að óbreyttu regluverki, eiga erfitt með að takmarka heimildir íslenskra banka til að sækja á erlenda markaði eftir afnám hafta og innstæðutryggingakerfi hefur ekki verið útfært með trúverðugum hætti fyrir íslenska banka að afléttum höftum. Og jafnvel þótt hægt væri að laga EES-samninginn að slíkum hömlum – höftum undir nýju nafni – fælist að öllum líkindum í þeim ákvörðun um að skapa séríslenskt einangrunarregluverk um íslenskan fjármálamarkað. Slíkt mun hafa í för með sér afleiðingar – þær augljósustu enn hærri fjármögnunarkostnað fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. Því til viðbótar er sífellt að koma betur í ljós að EES-samningurinn reynir mjög á þanþol stjórnarskrárinnar að því er varðar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Með hugmyndaríkri túlkun stjórnarskrárinnar má telja mögulegt að fela alþjóðastofnunum, sem Ísland á aðild að, tiltekin verkefni en þó er þar teflt á tæpasta vað. Málið vandast hins vegar ef um er að ræða alþjóðastofnanir sem Ísland á ekki aðild að. Í sífellt ríkari mæli blasir nú við að stofnanir ESB þurfi að fá völd til að taka ákvarðanir sem gildi líka um Ísland og Noreg, sem standa utan ESB. Þessi staða er uppi varðandi viðskiptakerfi með losunarheimildir, um lyf til barnalækninga og, það sem mestu skiptir, um nýjar stofnanir á sviði fjármálastöðugleika og bankaeftirlits. Sú öfugsnúna staða er því uppi nú að Ísland – sem varð fyrir miklu höggi vegna skorts á sameiginlegu regluverki um fjármálastöðugleika og bankaeftirlit – getur ekki leitt í lög hér þær úrbætur á því sviði sem Evrópusambandsríkin hafa þegar tekið ákvarðanir um. Við erum því enn sem fyrr bundin af því að hafa í heiðri fullt frelsi til fjármagnsflutninga, en höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að takmarka það frelsi og regla fjármálakerfið með sama hætti og hin löndin á hinu evrópska efnahagssvæði. Samningurinn leyfir okkur líklega ekki heldur séríslenskar haftalausnir, sem eru að öðrum kosti nauðsynlegar fyrir farsæla sambúð fjármagnsfrelsis og fljótandi veikburða gjaldmiðils. Fátt sýnir betur hversu öfugsnúin staða Íslands er orðin innan umgjarðar EES-samningsins. Af öllu þessu leiðir að EES-samningurinn er okkur umtalsvert vandamál og ekki er einfalt að finna leiðir til að lifa við hann að óbreyttu. Við munum eiga í erfiðleikum við afnám hafta og tæpast hafa það svigrúm til að setja hömlur sem Seðlabankinn telur nauðsynlegt til að reka sjálfstæðan gjaldmiðil í umgjörð frjálsra fjármagnshreyfinga. Við höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að láta fjölþjóðlegar eftirlitsstofnanir fá fullnægjandi valdheimildir til fjármálaeftirlits og varúðar, sem gætu sett fjármagnsfrelsinu alþjóðlega viðurkenndar hömlur. EES-samningurinn býður því að óbreyttu ekki upp á annað en að endurtaka tilraunina um samspil minnsta fljótandi gjaldmiðils í heimi og óhefts fjármagnsflæðis. Hún tókst ekki vel. Sú hálfgildings lausn sem fólst í EES-samningnum virðist ekki duga okkur til fulls. Þess vegna er okkur brýn nauðsyn að halda áfram með aðildarumsóknina, til að freista þess að finna betri leið fyrir þátttöku Íslands í hinu evrópska viðskiptaumhverfi. Um kosti aðildarinnar og galla fjalla ég í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hef ég rakið stöðu Íslands í Evrópu og þau flóknu úrlausnarefni sem við – og aðrar þjóðir Evrópu – glíma við nú þessi misseri og mánuði. Skuldakreppan birtist með misjöfnum hætti eftir því hvaða land á í hlut, hvernig hagstjórn var háttað á árunum fyrir 2008 og hvort landið er hluti af sameiginlegu gjaldmiðilssvæði evrunnar. Af því leiðir að hvert og eitt land verður að meta hvernig best er að haga aðildinni að hinum innri markaði. Er hægt að vera hluti af innri markaðnum einum, er betra að vera innan evrunnar og yrði betra að vera innan nýs og eflds samstarfs um fjármálamarkaðinn eða utan þess? Svörin geta verið jafn misjöfn og löndin eru mörg. Þátttaka okkar í innri markaðnum á grundvelli EES-samningsins hefur skilað okkur miklum árangri en líka gert okkur berskjölduð fyrir hættum sem leitt hafa af samspili frjálsra fjármagnsflutninga og tilvist lítils gjaldmiðils. Gengi krónunnar sveiflast í frjálsu umhverfi langt umfram það sem undirliggjandi efnahagsstærðir gefa tilefni til. Á toppi innflæðis erlends fjármagns vorið 2006 styrktist krónan á sama tíma og fréttir bárust af stórfelldum niðurskurði í þorskafla. Ekkert sýnir betur að gengisþróun krónunnar endurspeglaði ekki verðmætasköpun í hagkerfinu. Fyrir vikið varð íslenskur almenningur ofurseldur dyntum erlendra spekúlanta. Þegar þeir vildu allir út á sama tíma hrundi gjaldeyrismarkaðurinn og haftatíminn tók við. Getum við aflétt höftum og lifað við umgjörð EES? Höfum við nægilega sterka umgjörð um hagvarnir okkar innan EES? Er EES-samningurinn dæmi um „hálfgildings hugsun" í anda þess sem Hannes Pétursson lýsti í frægu ljóði, sem ég hef áður vísað til – lausn sem einkennist af þörf okkar fyrir að stíga ekki skrefin til fulls, en dugar kannski heldur ekki til fullnustu? Í þeirri fyrirferðarmiklu umræðu um kosti Íslands í Evrópumálum sem staðið hefur undanfarin misseri hefur farið frekar hljótt um þá staðreynd að við getum ekki í dag uppfyllt ákvæði EES-samningsins og að alls óvíst er hvernig við förum að því þegar fram í sækir. Við höfum reist gjaldeyrishöft sem ekki standast ákvæði samningsins. Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans um varúðarreglur eftir höft er gert ráð fyrir að áfram verði unnt að viðhalda ýmsum hömlum á frjálsum fjármagnshreyfingum, eftir að höftum hefur verið aflétt. Þegar nánar er að gáð er óvíst að þær standist allar ákvæði EES-samningsins. Þannig er til dæmis gert ráð fyrir banni við lántöku heimila og fyrirtækja sem ekki hafa erlendar tekjur í erlendri mynt, en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við Ísland um bann við gengistryggðum lánveitingum og telur það ekki samrýmast ákvæðum EES-samningsins. Við munum, að óbreyttu regluverki, eiga erfitt með að takmarka heimildir íslenskra banka til að sækja á erlenda markaði eftir afnám hafta og innstæðutryggingakerfi hefur ekki verið útfært með trúverðugum hætti fyrir íslenska banka að afléttum höftum. Og jafnvel þótt hægt væri að laga EES-samninginn að slíkum hömlum – höftum undir nýju nafni – fælist að öllum líkindum í þeim ákvörðun um að skapa séríslenskt einangrunarregluverk um íslenskan fjármálamarkað. Slíkt mun hafa í för með sér afleiðingar – þær augljósustu enn hærri fjármögnunarkostnað fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. Því til viðbótar er sífellt að koma betur í ljós að EES-samningurinn reynir mjög á þanþol stjórnarskrárinnar að því er varðar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Með hugmyndaríkri túlkun stjórnarskrárinnar má telja mögulegt að fela alþjóðastofnunum, sem Ísland á aðild að, tiltekin verkefni en þó er þar teflt á tæpasta vað. Málið vandast hins vegar ef um er að ræða alþjóðastofnanir sem Ísland á ekki aðild að. Í sífellt ríkari mæli blasir nú við að stofnanir ESB þurfi að fá völd til að taka ákvarðanir sem gildi líka um Ísland og Noreg, sem standa utan ESB. Þessi staða er uppi varðandi viðskiptakerfi með losunarheimildir, um lyf til barnalækninga og, það sem mestu skiptir, um nýjar stofnanir á sviði fjármálastöðugleika og bankaeftirlits. Sú öfugsnúna staða er því uppi nú að Ísland – sem varð fyrir miklu höggi vegna skorts á sameiginlegu regluverki um fjármálastöðugleika og bankaeftirlit – getur ekki leitt í lög hér þær úrbætur á því sviði sem Evrópusambandsríkin hafa þegar tekið ákvarðanir um. Við erum því enn sem fyrr bundin af því að hafa í heiðri fullt frelsi til fjármagnsflutninga, en höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að takmarka það frelsi og regla fjármálakerfið með sama hætti og hin löndin á hinu evrópska efnahagssvæði. Samningurinn leyfir okkur líklega ekki heldur séríslenskar haftalausnir, sem eru að öðrum kosti nauðsynlegar fyrir farsæla sambúð fjármagnsfrelsis og fljótandi veikburða gjaldmiðils. Fátt sýnir betur hversu öfugsnúin staða Íslands er orðin innan umgjarðar EES-samningsins. Af öllu þessu leiðir að EES-samningurinn er okkur umtalsvert vandamál og ekki er einfalt að finna leiðir til að lifa við hann að óbreyttu. Við munum eiga í erfiðleikum við afnám hafta og tæpast hafa það svigrúm til að setja hömlur sem Seðlabankinn telur nauðsynlegt til að reka sjálfstæðan gjaldmiðil í umgjörð frjálsra fjármagnshreyfinga. Við höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að láta fjölþjóðlegar eftirlitsstofnanir fá fullnægjandi valdheimildir til fjármálaeftirlits og varúðar, sem gætu sett fjármagnsfrelsinu alþjóðlega viðurkenndar hömlur. EES-samningurinn býður því að óbreyttu ekki upp á annað en að endurtaka tilraunina um samspil minnsta fljótandi gjaldmiðils í heimi og óhefts fjármagnsflæðis. Hún tókst ekki vel. Sú hálfgildings lausn sem fólst í EES-samningnum virðist ekki duga okkur til fulls. Þess vegna er okkur brýn nauðsyn að halda áfram með aðildarumsóknina, til að freista þess að finna betri leið fyrir þátttöku Íslands í hinu evrópska viðskiptaumhverfi. Um kosti aðildarinnar og galla fjalla ég í næstu grein.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun