Eitt ráðuneyti fyrir allar atvinnugreinar Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 1. september 2012 06:00 Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun