Þjóðin verður að leggja línurnar Þorkell Helgason skrifar 29. ágúst 2012 06:00 Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá 20. október nk. Annars vegar verða kjósendur spurðir hvort þeir vilji leggja tillögur ráðsins til grundvallar nýrri stjórnarskrá en hins vegar um afstöðu þeirra til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Aðdragandi málsins er langur en verður ekki rakinn hér. Aðalatriðið er að nú liggur fyrir heildartillaga í frumvarpsformi um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og að þjóðinni gefst með atkvæðagreiðslunni einstakt tækifæri til að stuðla að því að nýr og traustur grundvöllur verði lagður að þjóðfélagi okkar. Um hvað verður spurt?Eftirfarandi spurningar verða lagðar fyrir kjósendur: 1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? 2.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? 3.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? 4.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? 5.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? 6.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þeir sem eru í einu og öllu sammála tillögum stjórnlagaráðs svara öllum spurningum með jái nema þeirri þriðju með neii. Komi í ljós skýr vilji kjósenda um að einhverjum af spurningum beri að svara með öðrum hætti, verður að ætla að þingið breyti tillögum ráðsins í samræmi við það. Í skoðanakönnun sem gerð var í lok mars sl. um spurningarnar tjáðu fjórir fimmtu hlutar kjósenda sig þó sammála ráðinu í þessum atriðum. Þó voru þeir álíka margir sem vilja þjóðkirkjuákvæðið inni og hinir sem vilja að það hverfi úr stjórnarskránni eins og ráðið leggur til. Málið verður kynntGreinarhöfundur mun fjalla um spurningarnar vikulega fram að kjördeginum hér í Fréttablaðinu. Í kjölfar þessa inngangs verða teknar fyrir þær þeirra sem lúta að einstökum álitamálum en í lokin fjallað um málið í heild, þ.e. meginspurninguna, þá fyrstu. Ætlunin er að upplýsa og færa rök fyrir þeim svörum sem samrýmast tillögum stjórnlagaráðs. Gagnraka verður einnig getið og þeim svarað. Höfundur sat í stjórnlagaráði og stóð að tillögum þess í heild. Málsmeðferðin tekur vitaskuld mið af því. Um þjóðaratkvæðagreiðslur gilda sérstök lög (nr. 91/2010) en þar er m.a. mælt fyrir um að Alþingi skuli standa fyrir víðtækri kynningu á málefninu. Þess er að vænta að myndarlega verði að því verki staðið. Á okkur sem sátum í stjórnlagaráði hvílir á hinn bóginn einnig sú siðferðislega skylda að upplýsa og mæla fyrir tillögum okkar. Því eru þessir pistlar ritaðir. Til frekari upplýsingar skal bent á vefsíðu stjórnlagaráðs, Stjornlagarad.is, þar sem bæði má sjá tillögur ráðsins í heild sinni ásamt ítarlegri greinargerð, auk þess sem rekja má umræður og atkvæðagreiðslur í ráðinu. Þá er gagnlegt að bera frumvarp ráðsins að nýrri stjórnarskrá saman við gildandi stjórnarskrá, grein fyrir grein. Slíkan samanburð er að finna á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=1175. Að lokum má benda á lítið kver, Ný stjórnarskrá Íslands, með frumvarpi ráðsins í heild sem fæst við vægu verði í heldri bókabúðum. Stjórnarskrármálinu lyktar ekki með þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust þar sem niðurstöður hennar eru ekki bindandi fyrir Alþingi. Engu að síður er þetta mikilvægt skref sem mun þoka málinu vel áfram. Því er brýnt að allir kynni sér viðfangsefnið vandlega og taki afstöðu og mæti á kjörstað. Það er von undirritaðs að lokaniðurstaðan verði góð stjórnarskrá, þar sem öll helstu markmiðin í tillögum stjórnlagaráðs nái fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorkell Helgason Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá 20. október nk. Annars vegar verða kjósendur spurðir hvort þeir vilji leggja tillögur ráðsins til grundvallar nýrri stjórnarskrá en hins vegar um afstöðu þeirra til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Aðdragandi málsins er langur en verður ekki rakinn hér. Aðalatriðið er að nú liggur fyrir heildartillaga í frumvarpsformi um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og að þjóðinni gefst með atkvæðagreiðslunni einstakt tækifæri til að stuðla að því að nýr og traustur grundvöllur verði lagður að þjóðfélagi okkar. Um hvað verður spurt?Eftirfarandi spurningar verða lagðar fyrir kjósendur: 1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? 2.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? 3.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? 4.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? 5.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? 6.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þeir sem eru í einu og öllu sammála tillögum stjórnlagaráðs svara öllum spurningum með jái nema þeirri þriðju með neii. Komi í ljós skýr vilji kjósenda um að einhverjum af spurningum beri að svara með öðrum hætti, verður að ætla að þingið breyti tillögum ráðsins í samræmi við það. Í skoðanakönnun sem gerð var í lok mars sl. um spurningarnar tjáðu fjórir fimmtu hlutar kjósenda sig þó sammála ráðinu í þessum atriðum. Þó voru þeir álíka margir sem vilja þjóðkirkjuákvæðið inni og hinir sem vilja að það hverfi úr stjórnarskránni eins og ráðið leggur til. Málið verður kynntGreinarhöfundur mun fjalla um spurningarnar vikulega fram að kjördeginum hér í Fréttablaðinu. Í kjölfar þessa inngangs verða teknar fyrir þær þeirra sem lúta að einstökum álitamálum en í lokin fjallað um málið í heild, þ.e. meginspurninguna, þá fyrstu. Ætlunin er að upplýsa og færa rök fyrir þeim svörum sem samrýmast tillögum stjórnlagaráðs. Gagnraka verður einnig getið og þeim svarað. Höfundur sat í stjórnlagaráði og stóð að tillögum þess í heild. Málsmeðferðin tekur vitaskuld mið af því. Um þjóðaratkvæðagreiðslur gilda sérstök lög (nr. 91/2010) en þar er m.a. mælt fyrir um að Alþingi skuli standa fyrir víðtækri kynningu á málefninu. Þess er að vænta að myndarlega verði að því verki staðið. Á okkur sem sátum í stjórnlagaráði hvílir á hinn bóginn einnig sú siðferðislega skylda að upplýsa og mæla fyrir tillögum okkar. Því eru þessir pistlar ritaðir. Til frekari upplýsingar skal bent á vefsíðu stjórnlagaráðs, Stjornlagarad.is, þar sem bæði má sjá tillögur ráðsins í heild sinni ásamt ítarlegri greinargerð, auk þess sem rekja má umræður og atkvæðagreiðslur í ráðinu. Þá er gagnlegt að bera frumvarp ráðsins að nýrri stjórnarskrá saman við gildandi stjórnarskrá, grein fyrir grein. Slíkan samanburð er að finna á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=1175. Að lokum má benda á lítið kver, Ný stjórnarskrá Íslands, með frumvarpi ráðsins í heild sem fæst við vægu verði í heldri bókabúðum. Stjórnarskrármálinu lyktar ekki með þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust þar sem niðurstöður hennar eru ekki bindandi fyrir Alþingi. Engu að síður er þetta mikilvægt skref sem mun þoka málinu vel áfram. Því er brýnt að allir kynni sér viðfangsefnið vandlega og taki afstöðu og mæti á kjörstað. Það er von undirritaðs að lokaniðurstaðan verði góð stjórnarskrá, þar sem öll helstu markmiðin í tillögum stjórnlagaráðs nái fram að ganga.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar