Frjáls við ysta haf? Um Ísland í Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinning sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum. Til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt samningnum þurftum við að tileinka okkur þær grunnreglur markaðshagkerfis sem nágrannalönd okkar hafa lengi byggt á: Frjálsa samkeppni og bann við hringamyndun, samkeppnishömlum og ríkisstyrkjum í atvinnulífi. Við afnámum ofurvald innlends klíkuveldis og sköpuðum landsmönnum aukið vald til að móta eigin örlög. Án EES-samningsins er alls óvíst að okkur hefði miðað að ráði í rétta átt að þessu leyti. Innlend hagsmunaöfl höfðu áratugum – og jafnvel öldum – saman náð að standa gegn viðskiptafrelsi í landinu. EES-samningurinn hjálpaði okkur með öðrum orðum að nálgast þá draumsýn sem Hulda sá fyrir sér í þjóðhátíðarljóðinu sem vísað er til í heiti þessarar greinar, að við værum þjóð sem yndi frjáls – við ysta haf. En opnun hagkerfisins og aukið frelsi til athafna hafði líka í för með sér vandamál, sem enginn sá fyrir. Frelsið er nefnilega vandmeðfarið. EES-samningurinn tók gildi um það leyti sem innri markaður ESB með vörur, þjónustu, frjálsa för vinnuafls og fjármagns varð loksins til. Aðildarríki ESB höfðu unnið að því markmiði að afnema allar hindranir í viðskiptum sín á milli um áratugi. Allt frá upphafi níunda áratugarins höfðu vestræn ríki líka stefnt að auknu frelsi í fjármagnsflutningum milli landa. Markmiðið var að fjármagnið ætti greiða leið yfir landamæri og allir áttu að njóta ávinnings af því fullkomna frelsi, þegar hagkvæmnin ein réði því hvar fjármagnið lenti á endanum. Það varð því hlutskipti Íslands að gera hvort tveggja í senn: Að gera grundvallarbreytingar á innlendu viðskiptaumhverfi í frjálsræðisátt og opna þetta viðskiptaumhverfi fullkomlega fyrir alþjóðlegum hræringum. Við stukkum því í einu vetfangi úr einangruðu haftasamfélagi og yfir í opið, fjölþjóðlegt samkeppnisumhverfi. Eftir á að hyggja var alltaf óhjákvæmilegt að slík stökkbreyting myndi valda togstreitu af einhverjum toga og að einhverjir vaxtarverkir myndu gera vart við sig á þessari vegferð. Ein afleiðing þessara hröðu umskipta var sú að íslenskt stjórnkerfi var algerlega óreynt og vanbúið til að regla frjálsa markaði. Í nágrannalöndum okkar var löng hefð fyrir frjálsum viðskiptum og eðlilegri verðmyndun á frjálsum markaði. Hér varð ekki einu sinni til Kauphöll og markaðsviðskipti með hlutabréf fyrr en upp úr 1990. Á Íslandi var engin þekking eða reynsla til að greina íslenska markaði og sérkenni þeirra. Slík greining hefði átt að vera nauðsynleg forsenda skynsamlegs regluverks. Reynslan kenndi mönnum líka fljótt að vísan til evrópskra reglna kom í veg fyrir að stjórnsýsla eða stjórnmálamenn þyrftu sérstaklega að rökstyðja val á stefnumörkun, enda vissi þjóðin almennt að í EES-samningnum fælist skuldbinding um upptöku samevrópskra reglna. Fyrir vikið reiddi íslensk stjórnsýsla og stjórnmálalíf sig alfarið á hið samevrópska regluverk, sem barst okkur með EES-samningnum. Af því leiddi svo að við lögðum aldrei sérstakt mat á séríslenska áhættuþætti, eins og náin tengsl og klíkumyndanir í viðskiptalífi, sem gerðu skuldsett viðskiptalíf jafn viðkvæmt og spilaborg í aðdraganda hrunsins 2008. Við lögðum heldur aldrei mat á hverjar væru eðlilegar starfsheimildir banka á alþjóðlegum markaði út frá íslenskum hagsmunum og þeirri áhættu sem ofvaxið bankakerfi skapaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú langvinna fjármálakreppa sem gekk yfir heiminn árið 2008 stendur enn. Hún hefur fært okkur heim sanninn um það að engir gerðu sér til fulls grein fyrir því hver áhrif fullt frelsi til fjármagnshreyfinga gæti haft á efnahagslegt öryggi almennings í hinum vestræna heimi. Þvert á móti var almenn samstaða um mikilvægi aukins markaðsfrelsis. Hægri menn studdu markaðsfrelsið því það myndi auka hagnað og arðsemi. Jafnaðarmenn studdu það því þeir voru sannfærðir um að frjálst heimshagkerfi myndi draga úr aðstöðumun milli ríkari ríkja og fátækari, brjóta niður forréttindi innlendra valdastétta og skapa jafnari tækifæri til verðmætasköpunar. Alþjóðasinnar, jafnt til hægri og vinstri, vissu líka hversu skaðleg efnahagsleg þjóðernisstefna hafði reynst, allt frá því að ríki heims reistu tollmúra í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar og gerðu þannig alvarlega niðursveiflu að langvinnri heimskreppu og bjuggu í haginn fyrir ofbeldisöfl. Allir höfðu líka séð að samkeppni ríkja um að fella gengi til að bæta stöðu sína hvert gagnvart öðru hafði engu skilað öðru en verðbólgu, óstöðugleika og skertri samkeppnishæfni ríkja. Það var því almennt álitinn mikill fengur að auknum milliríkjaviðskiptum og auknu frelsi í fjármagnshreyfingum. Ávinningur okkar af EES veldur því að verkefni okkar hlýtur að vera að finna leiðir til að við getum þróað áfram samkeppnishæft og opið hagkerfi, en án þess að efnahagslegum stöðugleika sé ógnað. Við þurfum að greina hinn íslenska markað og regla hann innan marka hins alþjóðlega regluverks, svo við getum áfram tekið þátt í hinu alþjóðlega markaðskerfi en án óbærilegrar áhættu fyrir íslenskan almenning. Þátttaka okkar í evrópsku samstarfi verður að styðja við þetta takmark. Um þau verkefni sem bíða okkar mun ég fjalla í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinning sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum. Til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt samningnum þurftum við að tileinka okkur þær grunnreglur markaðshagkerfis sem nágrannalönd okkar hafa lengi byggt á: Frjálsa samkeppni og bann við hringamyndun, samkeppnishömlum og ríkisstyrkjum í atvinnulífi. Við afnámum ofurvald innlends klíkuveldis og sköpuðum landsmönnum aukið vald til að móta eigin örlög. Án EES-samningsins er alls óvíst að okkur hefði miðað að ráði í rétta átt að þessu leyti. Innlend hagsmunaöfl höfðu áratugum – og jafnvel öldum – saman náð að standa gegn viðskiptafrelsi í landinu. EES-samningurinn hjálpaði okkur með öðrum orðum að nálgast þá draumsýn sem Hulda sá fyrir sér í þjóðhátíðarljóðinu sem vísað er til í heiti þessarar greinar, að við værum þjóð sem yndi frjáls – við ysta haf. En opnun hagkerfisins og aukið frelsi til athafna hafði líka í för með sér vandamál, sem enginn sá fyrir. Frelsið er nefnilega vandmeðfarið. EES-samningurinn tók gildi um það leyti sem innri markaður ESB með vörur, þjónustu, frjálsa för vinnuafls og fjármagns varð loksins til. Aðildarríki ESB höfðu unnið að því markmiði að afnema allar hindranir í viðskiptum sín á milli um áratugi. Allt frá upphafi níunda áratugarins höfðu vestræn ríki líka stefnt að auknu frelsi í fjármagnsflutningum milli landa. Markmiðið var að fjármagnið ætti greiða leið yfir landamæri og allir áttu að njóta ávinnings af því fullkomna frelsi, þegar hagkvæmnin ein réði því hvar fjármagnið lenti á endanum. Það varð því hlutskipti Íslands að gera hvort tveggja í senn: Að gera grundvallarbreytingar á innlendu viðskiptaumhverfi í frjálsræðisátt og opna þetta viðskiptaumhverfi fullkomlega fyrir alþjóðlegum hræringum. Við stukkum því í einu vetfangi úr einangruðu haftasamfélagi og yfir í opið, fjölþjóðlegt samkeppnisumhverfi. Eftir á að hyggja var alltaf óhjákvæmilegt að slík stökkbreyting myndi valda togstreitu af einhverjum toga og að einhverjir vaxtarverkir myndu gera vart við sig á þessari vegferð. Ein afleiðing þessara hröðu umskipta var sú að íslenskt stjórnkerfi var algerlega óreynt og vanbúið til að regla frjálsa markaði. Í nágrannalöndum okkar var löng hefð fyrir frjálsum viðskiptum og eðlilegri verðmyndun á frjálsum markaði. Hér varð ekki einu sinni til Kauphöll og markaðsviðskipti með hlutabréf fyrr en upp úr 1990. Á Íslandi var engin þekking eða reynsla til að greina íslenska markaði og sérkenni þeirra. Slík greining hefði átt að vera nauðsynleg forsenda skynsamlegs regluverks. Reynslan kenndi mönnum líka fljótt að vísan til evrópskra reglna kom í veg fyrir að stjórnsýsla eða stjórnmálamenn þyrftu sérstaklega að rökstyðja val á stefnumörkun, enda vissi þjóðin almennt að í EES-samningnum fælist skuldbinding um upptöku samevrópskra reglna. Fyrir vikið reiddi íslensk stjórnsýsla og stjórnmálalíf sig alfarið á hið samevrópska regluverk, sem barst okkur með EES-samningnum. Af því leiddi svo að við lögðum aldrei sérstakt mat á séríslenska áhættuþætti, eins og náin tengsl og klíkumyndanir í viðskiptalífi, sem gerðu skuldsett viðskiptalíf jafn viðkvæmt og spilaborg í aðdraganda hrunsins 2008. Við lögðum heldur aldrei mat á hverjar væru eðlilegar starfsheimildir banka á alþjóðlegum markaði út frá íslenskum hagsmunum og þeirri áhættu sem ofvaxið bankakerfi skapaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú langvinna fjármálakreppa sem gekk yfir heiminn árið 2008 stendur enn. Hún hefur fært okkur heim sanninn um það að engir gerðu sér til fulls grein fyrir því hver áhrif fullt frelsi til fjármagnshreyfinga gæti haft á efnahagslegt öryggi almennings í hinum vestræna heimi. Þvert á móti var almenn samstaða um mikilvægi aukins markaðsfrelsis. Hægri menn studdu markaðsfrelsið því það myndi auka hagnað og arðsemi. Jafnaðarmenn studdu það því þeir voru sannfærðir um að frjálst heimshagkerfi myndi draga úr aðstöðumun milli ríkari ríkja og fátækari, brjóta niður forréttindi innlendra valdastétta og skapa jafnari tækifæri til verðmætasköpunar. Alþjóðasinnar, jafnt til hægri og vinstri, vissu líka hversu skaðleg efnahagsleg þjóðernisstefna hafði reynst, allt frá því að ríki heims reistu tollmúra í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar og gerðu þannig alvarlega niðursveiflu að langvinnri heimskreppu og bjuggu í haginn fyrir ofbeldisöfl. Allir höfðu líka séð að samkeppni ríkja um að fella gengi til að bæta stöðu sína hvert gagnvart öðru hafði engu skilað öðru en verðbólgu, óstöðugleika og skertri samkeppnishæfni ríkja. Það var því almennt álitinn mikill fengur að auknum milliríkjaviðskiptum og auknu frelsi í fjármagnshreyfingum. Ávinningur okkar af EES veldur því að verkefni okkar hlýtur að vera að finna leiðir til að við getum þróað áfram samkeppnishæft og opið hagkerfi, en án þess að efnahagslegum stöðugleika sé ógnað. Við þurfum að greina hinn íslenska markað og regla hann innan marka hins alþjóðlega regluverks, svo við getum áfram tekið þátt í hinu alþjóðlega markaðskerfi en án óbærilegrar áhættu fyrir íslenskan almenning. Þátttaka okkar í evrópsku samstarfi verður að styðja við þetta takmark. Um þau verkefni sem bíða okkar mun ég fjalla í næstu grein.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar