Ríkissjóður okkar og annarra Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun