Er vaxtahækkun svarið? Ólafur Margeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun