Verðvernd er rökleysa Ólafur Hauksson skrifar 14. maí 2012 09:00 Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar