Skipulagsdagar leikskóla - sjónarmið leikskólakennara Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 06:00 Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það er nákvæmlega ekkert að því. Þó er ekkert víst að öllum hjá SA finnist neitt sérstaklega gaman að grilla. Mér finnst bæði gaman að grilla og svo finnst mér líka grillmatur góður. Eins finnst mér ekkert að því að græða á meðan að gróði minn bitnar ekki á öðrum. Ég er viss um að ég gæti vel vanist því að vera fjárhagslega efnaður. Fjölgun skipulagsdaga úr fimm í sex hjá leikskólum Reykjavíkurborgar á sér að minnsta kosti fjögur sjónarmið. Sjónarmið atvinnulífsins, rekstaraðila, foreldra og leikskólakennara. Ég ætla að skýra aðeins frá sjónarmiði leikskólakennarans. Það vita vonandi flestir að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar fer fram kennsla allan daginn og við hana fléttast umönnun og umhyggja sem eru nauðsynlegir þættir til þess að einstaklingurinn nemi það sem er verið að kenna honum. Kennslu þarf að undirbúa og þess vegna hefur leikskólakennarinn 4-5 klst. á viku til undirbúnings. Það er mjög lítið ef við miðum við önnur skólastig. Skólastarfið þarf að skipuleggja og þess vegna eru skipulagsdagar. Það er því miður ekki hægt að skipuleggja starfið á meðan að börnin eru í leikskólanum. Skipulagsdagar eru meðal annars notaðir til að útfæra skólanámsskrár og starfsáætlanir. Nú á dögunum kom út ný aðalnámskrá leikskóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Eðlilega eru ærin verkefni fyrir höndum að innleiða hana og laga að skólanámskrá hvers leikskóla fyrir sig. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim óþægindum sem foreldrar geta lent í vegna starfsdaga skóla. Starfsdagar skóla geta verið erfið viðbót við veikindi barna og fleiri óumflýjanlega þætti sem leiða til fjarvista frá vinnu. Flestir foreldrar gera sér samt grein fyrir mikilvægi þess að faglega sé staðið að menntun barna þeirra. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að skólastarf þarf að skipuleggja þegar að nemendurnir eru ekki í skólanum. Leikskólakennarar vita að ábyrgð þeirra er mikil að nýta þessa fáu starfsdaga sem best með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannski geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda foreldrum að vera heima með börnin sín á starfsdögum án þess að þurfa nota orlofsdagana sína. En hvað er annað til ráða? Það er ljóst í mínum huga að starfsdögum og tækifærum leikskólakennara til að viðhalda gæðum, fagmennsku og þróa framsækið skólastig þarf að fjölga en ekki fækka. Sú var tíðin að fastir starfsmannafundir, utan dagvinnumarka, voru haldnir mánaðarlega allt skólaárið. Það voru að mínu mati mjög góðir fundir sem nýttust vel til að vinna að ýmsum þáttum sem tengdust leikskólastarfinu. Eins væri hægt að ráða inn fleiri leikskólakennara til þess að hægt væri að vinna í teymisvinnu á starfstíma skóla að faglegri þróun allt skólaárið samhliða kennslu. Hægt væri að skipuleggja slíka þróunarvinnu ef mannaflinn væri nægur. Fyrst þyrfti reyndar að gera átak í að fjölga leikskólakennurum sem útskrifast úr HÍ og HA um 180 á ári til að viðhalda stéttinni og uppfylla lög um að lágmarki 2/3 hluta leikskólakennara af starfsfólki leikskóla. Allt kostar þetta peninga og þeir virðast vera af skornum skammti þegar horft er til leikskólans. Ég er handviss um að fyrir hrun var að skapast markaður fyrir 24 stunda leikskóla á Íslandi. Honum hefði fylgt frí heimsendingarþjónusta. Við hefðum getað fyllt leikskólann af börnum upptekinna foreldra. Foreldra sem voru í krefjandi vinnu og þurftu að vinna mikið. Foreldra sem hefðu ekki tíma til að grilla. Foreldra sem þyrftu að græða á daginn og græða á kvöldin. Nú er ég bæði ósanngjarn og ósmekklegur. Það hlýtur samt að vera markmið flestra að búa til fjölskylduvænt þjóðfélag. Ég er ekkert viss um að fókusinn í uppbyggingunni eftir hrun sé endilega svo mikill á það. Við verðum að búa til samfélag sem dansar í takt. Atvinnulífið verður að auðvelda foreldrum að geta verið með börnunum sínum á starfsdögum skóla án þess að tefla fjárhag heimilisins í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það er nákvæmlega ekkert að því. Þó er ekkert víst að öllum hjá SA finnist neitt sérstaklega gaman að grilla. Mér finnst bæði gaman að grilla og svo finnst mér líka grillmatur góður. Eins finnst mér ekkert að því að græða á meðan að gróði minn bitnar ekki á öðrum. Ég er viss um að ég gæti vel vanist því að vera fjárhagslega efnaður. Fjölgun skipulagsdaga úr fimm í sex hjá leikskólum Reykjavíkurborgar á sér að minnsta kosti fjögur sjónarmið. Sjónarmið atvinnulífsins, rekstaraðila, foreldra og leikskólakennara. Ég ætla að skýra aðeins frá sjónarmiði leikskólakennarans. Það vita vonandi flestir að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar fer fram kennsla allan daginn og við hana fléttast umönnun og umhyggja sem eru nauðsynlegir þættir til þess að einstaklingurinn nemi það sem er verið að kenna honum. Kennslu þarf að undirbúa og þess vegna hefur leikskólakennarinn 4-5 klst. á viku til undirbúnings. Það er mjög lítið ef við miðum við önnur skólastig. Skólastarfið þarf að skipuleggja og þess vegna eru skipulagsdagar. Það er því miður ekki hægt að skipuleggja starfið á meðan að börnin eru í leikskólanum. Skipulagsdagar eru meðal annars notaðir til að útfæra skólanámsskrár og starfsáætlanir. Nú á dögunum kom út ný aðalnámskrá leikskóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Eðlilega eru ærin verkefni fyrir höndum að innleiða hana og laga að skólanámskrá hvers leikskóla fyrir sig. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim óþægindum sem foreldrar geta lent í vegna starfsdaga skóla. Starfsdagar skóla geta verið erfið viðbót við veikindi barna og fleiri óumflýjanlega þætti sem leiða til fjarvista frá vinnu. Flestir foreldrar gera sér samt grein fyrir mikilvægi þess að faglega sé staðið að menntun barna þeirra. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að skólastarf þarf að skipuleggja þegar að nemendurnir eru ekki í skólanum. Leikskólakennarar vita að ábyrgð þeirra er mikil að nýta þessa fáu starfsdaga sem best með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannski geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda foreldrum að vera heima með börnin sín á starfsdögum án þess að þurfa nota orlofsdagana sína. En hvað er annað til ráða? Það er ljóst í mínum huga að starfsdögum og tækifærum leikskólakennara til að viðhalda gæðum, fagmennsku og þróa framsækið skólastig þarf að fjölga en ekki fækka. Sú var tíðin að fastir starfsmannafundir, utan dagvinnumarka, voru haldnir mánaðarlega allt skólaárið. Það voru að mínu mati mjög góðir fundir sem nýttust vel til að vinna að ýmsum þáttum sem tengdust leikskólastarfinu. Eins væri hægt að ráða inn fleiri leikskólakennara til þess að hægt væri að vinna í teymisvinnu á starfstíma skóla að faglegri þróun allt skólaárið samhliða kennslu. Hægt væri að skipuleggja slíka þróunarvinnu ef mannaflinn væri nægur. Fyrst þyrfti reyndar að gera átak í að fjölga leikskólakennurum sem útskrifast úr HÍ og HA um 180 á ári til að viðhalda stéttinni og uppfylla lög um að lágmarki 2/3 hluta leikskólakennara af starfsfólki leikskóla. Allt kostar þetta peninga og þeir virðast vera af skornum skammti þegar horft er til leikskólans. Ég er handviss um að fyrir hrun var að skapast markaður fyrir 24 stunda leikskóla á Íslandi. Honum hefði fylgt frí heimsendingarþjónusta. Við hefðum getað fyllt leikskólann af börnum upptekinna foreldra. Foreldra sem voru í krefjandi vinnu og þurftu að vinna mikið. Foreldra sem hefðu ekki tíma til að grilla. Foreldra sem þyrftu að græða á daginn og græða á kvöldin. Nú er ég bæði ósanngjarn og ósmekklegur. Það hlýtur samt að vera markmið flestra að búa til fjölskylduvænt þjóðfélag. Ég er ekkert viss um að fókusinn í uppbyggingunni eftir hrun sé endilega svo mikill á það. Við verðum að búa til samfélag sem dansar í takt. Atvinnulífið verður að auðvelda foreldrum að geta verið með börnunum sínum á starfsdögum skóla án þess að tefla fjárhag heimilisins í hættu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar