
Lokun Laugavegar, loftlagsbreytingar og lifandi miðbær
Nú er það hvorki tilgangur þessarar greinar að stofna til ritdeilna við Björn um réttmæti þess sem hann hefur fram að færa né að gera lítið úr fjárhagsáhyggjum kaupmanna sem byggja lífsviðurværi sitt á verslun við Laugaveg. Hins vegar er það svo að umræðan um tímabundna lokun hluta Laugavegar líður að mörgu leyti fyrir þá staðreynd að rannsóknir á áhrifum lokunarinnar skortir. Íbúasamtök fagna lokuninni á meðan hluti verslunareiganda mótmælir henni harðlega. Borgaryfirvöld nefna að heildarvelta og fjöldi gesta í miðbænum hafi aukist á árinu 2011 frá árinu 2010 en verslunarmenn halda hinu gagnstæða fram. Allt eru þetta góð og gild rök sem eiga þó það sameiginlegt að engar haldbærar sönnur liggja að baki þeim sem hægt er að rekja eingöngu til lokunarinnar.
Hins vegar liggja haldbærar sannanir að baki mörgum þeim stefnum sem borgaryfirvöld vítt og breitt um heiminn tileinka sér í síauknum mæli. Mikil fólksfjölgun í stórborgum heimsins hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar, ekki síst hvað varðar umhverfismál. Umferðaröngþveiti einkennir flestar borgir heims, stórar sem smáar, og það er staðreynd að mengun af völdum bílaumferðar er stór þáttur í þeim loftlagsbreytingum sem herja á heimsbyggðina. Nútímamaðurinn reiðir sig um of á bílinn sem fararskjóta og afleiðingarnar eru óafturkræfar í umhverfislegum skilningi.
Nú kunna einhverjir að spyrja hver tengslin milli loftlagsmála og lokunar Laugavegsins fyrir bílaumferð kunni að vera.
Rannsóknir hafa sýnt fram á óumdeilanleg tengsl milli bílastæðaframboðs, bílastæðagjalda og bílaumferðar. Því fleiri og ódýrari bílastæði sem bjóðast þeim mun meiri verður umferðin með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og umhverfið í heild. Kostnaður við stóraukna umferð síðustu áratuga er ekki síst falinn í því verðmæta landsvæði sem bílastæði leggja undir sig, sem og öðrum þáttum sem erfitt er að meta að fullnustu til fjár. Sú gjaldskylduhækkun sem nú er fyrirhuguð í miðborginni slagar ekki upp í brot af þeim kostnaði sem bílastæðaframboð veldur í raun og veru, hvort sem kaupmönnum, íbúum og gestum miðbæjarins líkar betur eða verr. Stærsti hluti kostnaðarins fellur óhjákvæmlega á skattgreiðendur alla, hvort sem þeir eiga bíl eður ei. Réttast væri að bílastæðagjöld tækju enn frekar mið af verðmæti þess landsvæðis sem þau eru á og að öll bílastæði í opinberri eigu væru gjaldskyld, hvar á landi sem þau eru.
Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir að einkabíllinn sé góðra gjalda verður fyrir margar sakir þá er það ekki svo að það sé stjórnarskrárbundinn réttur bíleigenda að komast allra sinna leiða á ökutækjum sínum. Þeim mun síður er það hlutverk borgaryfirvalda að niðurgreiða þann stórfellda kostnað sem bílastæði skapa fyrir samfélagið enn frekar en nú er gert.
Borgaryfirvöldum ber skylda til að stuðla að sjálfbærri þróun borgarinnar og stór liður í því verkefni er að draga úr mengandi bílaumferð, ekki síst með því að draga úr framboði á bílastæðum eða í það minnsta koma á gjaldskyldu í samræmi við þann beina og óbeina kostnað sem af þeim hlýst. Tímabundin lokun Laugavegar fyrir bílaumferð er ekki einungis liður í því verkefni heldur einnig táknræn ákvörðun í ljósi þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar að einkabíllinn, eins og við þekkjum hann, er hnignandi samgönguform.
Að endingu er rétt að taka fram að það er einlæg trú og von þess sem að hér ritar að þrátt fyrir meintar aðfarir borgaryfirvalda að Laugaveginum muni tíminn leiða í ljós að verslun á Laugavegi muni fyrst blómstra án bílaumferðar. Blómlegt mannlíf leiðir til lifandi miðbæjar, öllum til bóta, bæði kaupmönnum og öðrum borgarbúum.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar