Þörf á miðstöð innflytjenda Toshiki Toma skrifar 19. apríl 2012 06:00 Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi?
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar