Af samskiptum við Deloitte og sérstakan saksóknara Ólafur Hauksson skrifar 12. apríl 2012 10:30 Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu. Snemma árs 2006 mættu tveir af stofnendum Iceland Express á fund hjá Deloitte. Þar óskuðu þeir eftir skýringum Deloitte á hrikalegu misræmi í afkomutölum Iceland Express. Haustið 2005 höfðu stofnendur Iceland Express selt Pálma Haraldssyni og félaga hans síðustu 8% hluta sinna í félaginu. Umsamið verð grundvallaðist á verðmati sem sagt var frá Deloitte. Í verðmatinu var hagnaður Iceland Express áætlaður aðeins 89 milljónir króna á árinu og því næsta miðað við stöðu félagsins. Aðeins fjórum mánuðum síðar kom hins vegar í ljós í tölum frá Deloitte að hagnaður ársins var í raun áætlaður 290 milljónir á því ári – þrefalt hærri. Hagnaður næsta árs á eftir var áætlaður 700 milljónir – ekki 89 eins og í „verðmatinu". Skýringa leitað hjá Deloitte Það munar talsverðu á 89 milljónum og 290 til 700 milljónum og því vildum við fá skýringar hjá Deloitte. Ljóst var að miðað við 290 milljóna króna hagnað höfðum við verið blekktir til að semja um lægra verðmat á Iceland Express en ella. Skemmst er frá því að segja að Deloitte neitaði að veita nokkrar skýringar og bar við trúnaði við Pálma og félaga. Við vorum síður en svo sáttir við þennan þagnarmúr og lögðum því aftur til atlögu við Deloitte eftir hrun bankanna. Loksins árið 2009 fékkst sú skýring frá Deloitte að fyrirtækið hafi ekki útbúið eiginlegt verðmat á Iceland Express haustið 2005. Þess í stað hafði Deloitte tekið blindandi við tölum frá fulltrúa Pálma Haraldssonar, sett inn í Excel-líkan og prentað út „verðmat Deloitte" á Iceland Express samkvæmt þeim. Deloitte sagði að fyrirtækið hefði á engan hátt sannreynt þessar tölur og því væri rangt að tala um „verðmat Deloitte". Hæstiréttur líka blekktur Í millitíðinni, árið 2007, höfðum við farið í mál við Pálma Haraldsson og félaga hans fyrir að blekkja okkur til að selja síðustu hlutina í Iceland Express langt undir sannvirði. Dómkvaddir matsmenn áætluðu virði fyrirtækisins 70% til 120% hærra en um var samið. Héraðsdómur og Hæstiréttur höfnuðu kröfunni hins vegar á þeirri forsendu að söluverðið hafi verið ásættanlegt miðað við „verðmat Deloitte". Þá vissu hvorki við né dómstólar að „verðmatið" væri tóm blekking. Dómsmálið kostaði okkur 8 milljónir króna og tapaða kröfu upp á tugmilljónir króna. En Deloitte valdi að þegja. Deloitte kaus að láta úrslit í dómsmáli ráðast af skjali sem kallað var „verðmat Deloitte" jafnvel þó fyrirtækið teldi sig enga ábyrgð bera á innihaldi þess. Deloitte lét þannig nota sig til að blekkja í viðskiptum og sá ekki sóma sinn í að leggja spilin á borðið þó um væri beðið. Eins og hver annar gúmmístimpill Það þurfti rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra (sem síðan sameinaðist sérstökum saksóknara) til að toga sjálft skjalið með „verðmatinu" út úr Deloitte. Það skjal hafði aðeins verið sýnt, en ekki afhent, á samningafundinum á sínum tíma. Þá höfðum við ekki minnstu ástæðu til að efast um sannleiksgildi „verðmats Deloitte" enda var lógó fyrirtækisins framan á skjalinu. Hvernig átti okkur að detta í hug að virt endurskoðunarfyrirtæki afhenti nafn sitt eins og hvern annan gúmmístimpil til að blekkja við samningagerð? Sérstakur endurskoðandi Það er svo sér kafli í þessu máli, og ekki síður athyglisverður, hvernig unnið hefur verið úr kæru hjá lögreglu vegna þessara blekkinga. Í því samhengi þarf að koma fram að Stefán D. Franklín, þáverandi endurskoðandi hjá Deloitte, sá um að útbúa „verðmatið" með 89 milljón króna hagnaðinum. Minna en fjórum mánuðum síðar sendi Stefán KB banka upplýsingar um 290 milljón króna hagnað Iceland Express – raunverulega hagnaðinn. Tugmilljónir króna voru hafðar af okkur með þessum blekkingum, sem eru skýrt hegningarlagabrot. Blekkingarnar höfðu áhrif á úrslit dómsmáls, sem er einnig hegningarlagabrot. Nýlega afgreiddi sérstakur saksóknari málið frá sér. Hann sagði enga ástæðu til að rannsaka málið frekar né ákæra. Því síður sá sérstakur saksóknari neitt skrítið við að taka slíka ákvörðun í máli sem snerti Stefán D. Franklín, endurskoðanda hjá sérstökum saksóknara. Kannski hefur málið bara verið afgreitt á kaffistofunni, eða þá í einhverju góðu starfsmannapartíi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu. Snemma árs 2006 mættu tveir af stofnendum Iceland Express á fund hjá Deloitte. Þar óskuðu þeir eftir skýringum Deloitte á hrikalegu misræmi í afkomutölum Iceland Express. Haustið 2005 höfðu stofnendur Iceland Express selt Pálma Haraldssyni og félaga hans síðustu 8% hluta sinna í félaginu. Umsamið verð grundvallaðist á verðmati sem sagt var frá Deloitte. Í verðmatinu var hagnaður Iceland Express áætlaður aðeins 89 milljónir króna á árinu og því næsta miðað við stöðu félagsins. Aðeins fjórum mánuðum síðar kom hins vegar í ljós í tölum frá Deloitte að hagnaður ársins var í raun áætlaður 290 milljónir á því ári – þrefalt hærri. Hagnaður næsta árs á eftir var áætlaður 700 milljónir – ekki 89 eins og í „verðmatinu". Skýringa leitað hjá Deloitte Það munar talsverðu á 89 milljónum og 290 til 700 milljónum og því vildum við fá skýringar hjá Deloitte. Ljóst var að miðað við 290 milljóna króna hagnað höfðum við verið blekktir til að semja um lægra verðmat á Iceland Express en ella. Skemmst er frá því að segja að Deloitte neitaði að veita nokkrar skýringar og bar við trúnaði við Pálma og félaga. Við vorum síður en svo sáttir við þennan þagnarmúr og lögðum því aftur til atlögu við Deloitte eftir hrun bankanna. Loksins árið 2009 fékkst sú skýring frá Deloitte að fyrirtækið hafi ekki útbúið eiginlegt verðmat á Iceland Express haustið 2005. Þess í stað hafði Deloitte tekið blindandi við tölum frá fulltrúa Pálma Haraldssonar, sett inn í Excel-líkan og prentað út „verðmat Deloitte" á Iceland Express samkvæmt þeim. Deloitte sagði að fyrirtækið hefði á engan hátt sannreynt þessar tölur og því væri rangt að tala um „verðmat Deloitte". Hæstiréttur líka blekktur Í millitíðinni, árið 2007, höfðum við farið í mál við Pálma Haraldsson og félaga hans fyrir að blekkja okkur til að selja síðustu hlutina í Iceland Express langt undir sannvirði. Dómkvaddir matsmenn áætluðu virði fyrirtækisins 70% til 120% hærra en um var samið. Héraðsdómur og Hæstiréttur höfnuðu kröfunni hins vegar á þeirri forsendu að söluverðið hafi verið ásættanlegt miðað við „verðmat Deloitte". Þá vissu hvorki við né dómstólar að „verðmatið" væri tóm blekking. Dómsmálið kostaði okkur 8 milljónir króna og tapaða kröfu upp á tugmilljónir króna. En Deloitte valdi að þegja. Deloitte kaus að láta úrslit í dómsmáli ráðast af skjali sem kallað var „verðmat Deloitte" jafnvel þó fyrirtækið teldi sig enga ábyrgð bera á innihaldi þess. Deloitte lét þannig nota sig til að blekkja í viðskiptum og sá ekki sóma sinn í að leggja spilin á borðið þó um væri beðið. Eins og hver annar gúmmístimpill Það þurfti rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra (sem síðan sameinaðist sérstökum saksóknara) til að toga sjálft skjalið með „verðmatinu" út úr Deloitte. Það skjal hafði aðeins verið sýnt, en ekki afhent, á samningafundinum á sínum tíma. Þá höfðum við ekki minnstu ástæðu til að efast um sannleiksgildi „verðmats Deloitte" enda var lógó fyrirtækisins framan á skjalinu. Hvernig átti okkur að detta í hug að virt endurskoðunarfyrirtæki afhenti nafn sitt eins og hvern annan gúmmístimpil til að blekkja við samningagerð? Sérstakur endurskoðandi Það er svo sér kafli í þessu máli, og ekki síður athyglisverður, hvernig unnið hefur verið úr kæru hjá lögreglu vegna þessara blekkinga. Í því samhengi þarf að koma fram að Stefán D. Franklín, þáverandi endurskoðandi hjá Deloitte, sá um að útbúa „verðmatið" með 89 milljón króna hagnaðinum. Minna en fjórum mánuðum síðar sendi Stefán KB banka upplýsingar um 290 milljón króna hagnað Iceland Express – raunverulega hagnaðinn. Tugmilljónir króna voru hafðar af okkur með þessum blekkingum, sem eru skýrt hegningarlagabrot. Blekkingarnar höfðu áhrif á úrslit dómsmáls, sem er einnig hegningarlagabrot. Nýlega afgreiddi sérstakur saksóknari málið frá sér. Hann sagði enga ástæðu til að rannsaka málið frekar né ákæra. Því síður sá sérstakur saksóknari neitt skrítið við að taka slíka ákvörðun í máli sem snerti Stefán D. Franklín, endurskoðanda hjá sérstökum saksóknara. Kannski hefur málið bara verið afgreitt á kaffistofunni, eða þá í einhverju góðu starfsmannapartíi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun