Rammaáætlun markar sátt um nýtingu og verndun Oddný Harðardóttir skrifar 12. apríl 2012 06:00 Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í lögunum er kveðið á um að flokka beri virkjunarkosti í verndarflokk, orkunýtingarflokk eða þá biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki nægilega afgerandi til kynna í hvorn flokkinn virkjunarkostirnir ættu að falla". Ákveðin varúðarsjónarmið liggja að baki þessari hugsun laganna varðandi biðflokkinn. Ferlið við gerð rammáætlunar er skýrt afmarkað í lögum og var því að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir. Þingsályktunartillagan byggir á tillögum verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar sem skilaði lokaskýrslu sinni til ráðherra þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar. Var því farið í þá vegferð með formanni verkefnisstjórnar, formönnum þeirra faghópa sem stóðu að skýrslunni og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis að koma tillögum verkefnisstjórnar í þingtækan búning. Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011 og þann 19. ágúst voru drög að þingsályktunartillögunni send í hið lögbundna 12 vikna umsagnarferli. Yfir 200 umsagnir bárust og er þingsályktunartillagan sem nú er lögð fram að mestu samhljóða drögunum sem send voru í umsagnarferlið og tóku alls til 69 virkjanakosta. Gerðar eru þó breytingar í þá veru að virkjunarkostir á tveimur svæðum eru færðir úr nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist höfðu í umsagnarferlinu. Allt er þetta ferli í samræmi við Árósarsamninginn sem innleiddur var í íslensk lög í lok síðasta árs og kveður m.a. á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Það kemur ekki á óvart að nokkurs óþols gæti hjá sumum vegna þeirrar ákvörðunar að færa umrædda virkjunarkosti í biðflokk. En rétt skal vera rétt – og það er mikilvægt að við freistumst ekki til að stytta okkur leið í jafn viðamiklu máli og rammaáætlun er. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að biðflokkur er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti og ný verkefnisstjórn rammaáætlunar skal skila áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. september 2013 um þær sértæku rannsóknir um áhrif virkjana á laxfiska sem lagt er til að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu að flokkun. Í framhaldi af því mun ráðherra kynna Alþingi skýrsluna og, eftir atvikum, leggja fram nýja tillögu um flokkun viðkomandi virkjunarkosta. Í kjölfar samþykktar rammaáætlunar verður öll stefnumótun hvað varðar orkunýtingu og landvernd skýrari. Við vitum hvar skal virkja og leyfisferlið fyrir kosti í virkjunarflokki verður einfaldara en áður þar sem sveitarfélög skulu gera ráð fyrir virkjuninni í skipulagsáætlunum sínum. Og um þá kosti sem falla í verndarflokk skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra gagnvart orkuvinnslu. Eftir að ég hef mælt fyrir þingsályktunartillögunni tekur við vinna með hana í þingnefndum og endanlegt ákvörðunarvald um rammaáætlun liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í lögunum er kveðið á um að flokka beri virkjunarkosti í verndarflokk, orkunýtingarflokk eða þá biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki nægilega afgerandi til kynna í hvorn flokkinn virkjunarkostirnir ættu að falla". Ákveðin varúðarsjónarmið liggja að baki þessari hugsun laganna varðandi biðflokkinn. Ferlið við gerð rammáætlunar er skýrt afmarkað í lögum og var því að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir. Þingsályktunartillagan byggir á tillögum verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar sem skilaði lokaskýrslu sinni til ráðherra þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar. Var því farið í þá vegferð með formanni verkefnisstjórnar, formönnum þeirra faghópa sem stóðu að skýrslunni og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis að koma tillögum verkefnisstjórnar í þingtækan búning. Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011 og þann 19. ágúst voru drög að þingsályktunartillögunni send í hið lögbundna 12 vikna umsagnarferli. Yfir 200 umsagnir bárust og er þingsályktunartillagan sem nú er lögð fram að mestu samhljóða drögunum sem send voru í umsagnarferlið og tóku alls til 69 virkjanakosta. Gerðar eru þó breytingar í þá veru að virkjunarkostir á tveimur svæðum eru færðir úr nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist höfðu í umsagnarferlinu. Allt er þetta ferli í samræmi við Árósarsamninginn sem innleiddur var í íslensk lög í lok síðasta árs og kveður m.a. á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Það kemur ekki á óvart að nokkurs óþols gæti hjá sumum vegna þeirrar ákvörðunar að færa umrædda virkjunarkosti í biðflokk. En rétt skal vera rétt – og það er mikilvægt að við freistumst ekki til að stytta okkur leið í jafn viðamiklu máli og rammaáætlun er. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að biðflokkur er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti og ný verkefnisstjórn rammaáætlunar skal skila áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. september 2013 um þær sértæku rannsóknir um áhrif virkjana á laxfiska sem lagt er til að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu að flokkun. Í framhaldi af því mun ráðherra kynna Alþingi skýrsluna og, eftir atvikum, leggja fram nýja tillögu um flokkun viðkomandi virkjunarkosta. Í kjölfar samþykktar rammaáætlunar verður öll stefnumótun hvað varðar orkunýtingu og landvernd skýrari. Við vitum hvar skal virkja og leyfisferlið fyrir kosti í virkjunarflokki verður einfaldara en áður þar sem sveitarfélög skulu gera ráð fyrir virkjuninni í skipulagsáætlunum sínum. Og um þá kosti sem falla í verndarflokk skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra gagnvart orkuvinnslu. Eftir að ég hef mælt fyrir þingsályktunartillögunni tekur við vinna með hana í þingnefndum og endanlegt ákvörðunarvald um rammaáætlun liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun