Hræðilegar virkjanir Sigurður Friðleifsson skrifar 12. apríl 2012 06:00 Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. Skotgrafahernaður hefur viðgengist allt of lengi í umræðunni um virkjanir þar sem andstæðingar berjast með „allt eða ekkert" þungavopnum og meðalhófsmenn liggja í valnum sem óbreyttir borgarar. Í starfi mínu hjá Orkusetri vinn ég að orkusparnaði en kem einnig að aðstoð við smærri virkjunaraðila eins og t.d. bændur sem vilja virkja bæjarlækinn. Einn slíkur komst að því, í miðju samtali við mig, að ég væri menntaður umhverfisfræðingur og þá varð honum að orði að þá þýddi nú lítið að ræða við mig þar sem ég hlyti nú að vera á móti virkjunum almennt. Þegar heil starfsstétt er komin með fyrirframgefinn stimpil, þá er kannski kominn tími til að staldra aðeins við.„Virkjanir eru óumhverfisvænar!" Þessi alhæfing er vissulega þægileg fyrir þann hóp sem vill engar frekari virkjanir. Ólíkt því sem margir hér á landi halda þá snúast umhverfismál um meira en landvernd. Íslenskar virkjanir eru yfirleitt skilgreindar sem mjög umhverfisvænar út frá orkuframleiðslu enda er ekki notast við kol, gas eða olíu við raforkuframleiðsluna með tilheyrandi álagi á óendurnýjanlegar jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar. Einnig er útblástur gróðurhúsalofttegunda frá virkjunum á Íslandi hverfandi miðað við jafnstórar virkjanir sem keyrðar eru áfram á jarðefnaeldsneyti erlendis. Þetta þýðir þó ekki að virkjanir á Íslandi hafi lítil sem engin umhverfisáhrif, það er stór misskilningur hjá hópi manna á hinum endanum. Mismikið en óhjákvæmilegt rask fylgir öllum virkjanaframkvæmdum og þeim þarf að lýsa vel þegar virkjunarkostir eru metnir svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um slíkt.„Við höfum virkjað meira en við þurfum, nú er nóg komið!" Þetta er nýjasta útspilið hjá hópi manna til að einfalda umræðuna. Vissulega framleiðum við mun meiri raforku en almenningur hér á landi þarf á að halda. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessar umframorkuauðlindir til tekjuöflunar og atvinnusköpunar fyrir íslenskt samfélag. Orkuauðlind er auðlind alveg eins og fiskimiðin og ég held að flestir geti verið sammála um að íslenska þjóðin hafi komist upp úr moldarkofunum um það bil um sama leyti og hún ákvað að veiða örlítið meira af fiski en hún þurfti sjálf. Ef kæmi í ljós reikniskekkja hjá Hafrannsóknastofnun sem sýndi að þorskstofninn væri í raun tvöfalt stærri, þá er ég ekki viss um að stór hópur manna legði til að EKKI yrði veitt meira, með þeim „rökum" að við öfluðum nú þegar tíu sinnum meira en við gætum torgað. Þá má líkja þessum auðlindum saman á fleiri vegu, fiskveiðar eru ekki án umhverfisáhrifa og kosta bæði olíu og rask á náttúru sjávar. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessa auðlind og reynum að gera það með skynsamlegum hætti. Það eru t.d. ákveðnar tegundir sem ekki eru nýttar vegna þess að stofninn eða umhverfið sem þær lifa í þolir ekki álagið. Einnig er óhagkvæmt að stunda sumar veiðar vegna lágs verðs sem fæst fyrir aflann. Það sama á að eiga við um virkjanir, þ.e. við eigum að meta umhverfisáhrif og hagkvæmni hverrar einstakrar virkjunar áður en auðlindanýting er ákvörðuð.„Hin illu uppistöðulón!" Uppistöðulón eða vatnsmiðlanir eru fylgifiskur flestra vatnsaflsvirkjana og kannski þau umhverfisáhrif sem eru mest umdeild og áberandi við virkjunarframkvæmdir. Þegar ný uppistöðulón verða til þá fer landsvæði sem áður stóð á þurru undir vatn. Slíkt tap á þurrlendi þarf að rökræða vel og kynna gagnvart almenningi líkt og Landsvirkjun hefur gert með tölvumyndum, á heimasíðu sinni, fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Almenningur á svo sjálfur að gera upp við sig hvort hann meti meira efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar eða landbreytinguna sem henni fylgir. Margir úthrópa lónin og vilja þau burt en það er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir rekstrarlegu mikilvægi uppistöðulóna. Eins og flestir vita þá rennur frosið vatn heldur verr en fljótandi og það þýðir að afrennsli áa á Íslandi er minna yfir vetrarmánuðina. Til þess að jafna raforkuframleiðslu yfir árið eru miðlanir nýttar til að safna umframorku á sumrin sem nýta má yfir vetrartímann. Með öðrum orðum þá þyrfti fleiri virkjanir, með tilheyrandi umhverfisraski, til að anna vetrarraforkunotkun ef ekki væru uppistöðulón til að jafna framleiðsluna. Hagsmunir okkar allra hljóta að vera þeir, að fá sem mest fyrir það sem við eigum með sem minnstum kostnaði og gildir þá einu hvort verið er að skoða virkjun bæjarlækjarins eða stærri framkvæmdir. Því skiptir mestu að ákvarðanir um einstakar virkjunarframkvæmdir séu gerðar með upplýstum hætti líkt og stefnan var með Rammaáætlun. Þannig er hægt að ræða, í fyrsta lagi hvort eigi að virkja ákveðna kosti og síðan hvernig er hægt að fá sem mest af orku með sem minnstum umhverfislegum kostnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. Skotgrafahernaður hefur viðgengist allt of lengi í umræðunni um virkjanir þar sem andstæðingar berjast með „allt eða ekkert" þungavopnum og meðalhófsmenn liggja í valnum sem óbreyttir borgarar. Í starfi mínu hjá Orkusetri vinn ég að orkusparnaði en kem einnig að aðstoð við smærri virkjunaraðila eins og t.d. bændur sem vilja virkja bæjarlækinn. Einn slíkur komst að því, í miðju samtali við mig, að ég væri menntaður umhverfisfræðingur og þá varð honum að orði að þá þýddi nú lítið að ræða við mig þar sem ég hlyti nú að vera á móti virkjunum almennt. Þegar heil starfsstétt er komin með fyrirframgefinn stimpil, þá er kannski kominn tími til að staldra aðeins við.„Virkjanir eru óumhverfisvænar!" Þessi alhæfing er vissulega þægileg fyrir þann hóp sem vill engar frekari virkjanir. Ólíkt því sem margir hér á landi halda þá snúast umhverfismál um meira en landvernd. Íslenskar virkjanir eru yfirleitt skilgreindar sem mjög umhverfisvænar út frá orkuframleiðslu enda er ekki notast við kol, gas eða olíu við raforkuframleiðsluna með tilheyrandi álagi á óendurnýjanlegar jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar. Einnig er útblástur gróðurhúsalofttegunda frá virkjunum á Íslandi hverfandi miðað við jafnstórar virkjanir sem keyrðar eru áfram á jarðefnaeldsneyti erlendis. Þetta þýðir þó ekki að virkjanir á Íslandi hafi lítil sem engin umhverfisáhrif, það er stór misskilningur hjá hópi manna á hinum endanum. Mismikið en óhjákvæmilegt rask fylgir öllum virkjanaframkvæmdum og þeim þarf að lýsa vel þegar virkjunarkostir eru metnir svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um slíkt.„Við höfum virkjað meira en við þurfum, nú er nóg komið!" Þetta er nýjasta útspilið hjá hópi manna til að einfalda umræðuna. Vissulega framleiðum við mun meiri raforku en almenningur hér á landi þarf á að halda. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessar umframorkuauðlindir til tekjuöflunar og atvinnusköpunar fyrir íslenskt samfélag. Orkuauðlind er auðlind alveg eins og fiskimiðin og ég held að flestir geti verið sammála um að íslenska þjóðin hafi komist upp úr moldarkofunum um það bil um sama leyti og hún ákvað að veiða örlítið meira af fiski en hún þurfti sjálf. Ef kæmi í ljós reikniskekkja hjá Hafrannsóknastofnun sem sýndi að þorskstofninn væri í raun tvöfalt stærri, þá er ég ekki viss um að stór hópur manna legði til að EKKI yrði veitt meira, með þeim „rökum" að við öfluðum nú þegar tíu sinnum meira en við gætum torgað. Þá má líkja þessum auðlindum saman á fleiri vegu, fiskveiðar eru ekki án umhverfisáhrifa og kosta bæði olíu og rask á náttúru sjávar. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessa auðlind og reynum að gera það með skynsamlegum hætti. Það eru t.d. ákveðnar tegundir sem ekki eru nýttar vegna þess að stofninn eða umhverfið sem þær lifa í þolir ekki álagið. Einnig er óhagkvæmt að stunda sumar veiðar vegna lágs verðs sem fæst fyrir aflann. Það sama á að eiga við um virkjanir, þ.e. við eigum að meta umhverfisáhrif og hagkvæmni hverrar einstakrar virkjunar áður en auðlindanýting er ákvörðuð.„Hin illu uppistöðulón!" Uppistöðulón eða vatnsmiðlanir eru fylgifiskur flestra vatnsaflsvirkjana og kannski þau umhverfisáhrif sem eru mest umdeild og áberandi við virkjunarframkvæmdir. Þegar ný uppistöðulón verða til þá fer landsvæði sem áður stóð á þurru undir vatn. Slíkt tap á þurrlendi þarf að rökræða vel og kynna gagnvart almenningi líkt og Landsvirkjun hefur gert með tölvumyndum, á heimasíðu sinni, fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Almenningur á svo sjálfur að gera upp við sig hvort hann meti meira efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar eða landbreytinguna sem henni fylgir. Margir úthrópa lónin og vilja þau burt en það er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir rekstrarlegu mikilvægi uppistöðulóna. Eins og flestir vita þá rennur frosið vatn heldur verr en fljótandi og það þýðir að afrennsli áa á Íslandi er minna yfir vetrarmánuðina. Til þess að jafna raforkuframleiðslu yfir árið eru miðlanir nýttar til að safna umframorku á sumrin sem nýta má yfir vetrartímann. Með öðrum orðum þá þyrfti fleiri virkjanir, með tilheyrandi umhverfisraski, til að anna vetrarraforkunotkun ef ekki væru uppistöðulón til að jafna framleiðsluna. Hagsmunir okkar allra hljóta að vera þeir, að fá sem mest fyrir það sem við eigum með sem minnstum kostnaði og gildir þá einu hvort verið er að skoða virkjun bæjarlækjarins eða stærri framkvæmdir. Því skiptir mestu að ákvarðanir um einstakar virkjunarframkvæmdir séu gerðar með upplýstum hætti líkt og stefnan var með Rammaáætlun. Þannig er hægt að ræða, í fyrsta lagi hvort eigi að virkja ákveðna kosti og síðan hvernig er hægt að fá sem mest af orku með sem minnstum umhverfislegum kostnaði.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun