Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar 10. apríl 2012 03:00 Rannsóknir á ískjörnum, setlögum og öðrum gögnum um veðurfar og andrúmsloft fyrir þúsundum ára þykja gefa gleggri mynd en fyrri rannsóknir af endalokum síðustu ísaldar.nordicphotos/AFP Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira