Lýðræðispopúlistinn 4. apríl 2012 10:00 Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun