Ofbeldi vegur þyngra en níð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2012 08:00 KSÍ hefur í áraraðir tekið þátt í átakinu "Leikur án fordóma”. Formaður KSÍ segir að þörf sé á meiri fræðslu í þessum málum. fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í." Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í."
Íslenski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira