Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 09:33 Jóhannes Karl Guðjónsson og Árni Freyr Guðnason hafa nú formlega tekið til starfa hjá FH. Instagram/@fhingar Jóhannes Karl Guðjónsson var kynntur til leiks með skemmtilegum hætti í Kaplakrika í gærkvöld, sem nýr þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samningur Jóhannesar Karls við FH gildir til næstu fjögurra ára, eða til 2029, og á hann að leiða liðið aftur upp til hæstu hæða eftir rýra uppskeru þessa stórveldis á síðustu árum. Þangað ætla FH-ingar án þess þó að ætla að kaupa sér árangur, eins og yfirmaður fótboltamála félagsins orðar það. Jóhannes Karl, sem hætti hjá AB í Danmörku nýverið til að geta verið með fjölskyldu sinni á Íslandi, hefur áður einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og stýrt ÍA og HK hér á landi. Hann verður með FH-inginn Árna Frey Guðnason, sem síðast þjálfaði Fylki í Lengjudeildinni, sér til aðstoðar. Áður en þeir Jóhannes Karl og Árni Freyr voru kynntir til leiks í gær, fyrir fullum sal af fólki, var hulunni svipt af Loga Ólafssyni fyrrverandi þjálfara liðsins og látið sem að hann væri nú tekinn við að nýju. En Logi ljóstraði svo upp verst geymda leyndarmáli íslenska boltans, um hverjir myndu nú stýra FH-liðinu og taka við af Heimi Guðjónssyni. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) „Jóhannes Karl var okkar fyrsti kostur og það er mjög ánægjulegt að kynna hann sem nýjan þjálfara FH-liðsins. Við erum samhliða þessari ráðningu að kynna nýja stefnu sem var stór partur af ráðningarferlinu og sýn Jóa og félagsins á það hvert við viljum fara passar mjög vel saman. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur og Jói er akkúrat maðurinn sem við viljum að leiði okkur inn í framtíðina,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í tilkynningu frá félaginu. „Við erum virkilega ánægðir með að hafa fengið Árna Frey inn sem aðstoðarþjálfara. Árni er mikill FH-ingur, spilaði hér og var síðan yfirþjálfari áður en hann fór í meistaraflokksþjálfun og kemur aftur til okkar reynslunni ríkari. Hann þekkir leikmannahópinn og félagið vel og við væntum þess að Jói og Árni myndi gott teymi,“ segir Davíð Þór og bætir við: „Við erum samhliða þessu að kynna nýja stefnu sem við erum byrjaðir að innleiða. Markmið stefnunnar er að gera félagið sjálfbært á sama tíma að við byggjum upp lið, bæði karla og kvenna megin sem berjast á toppnum. Það getur tekið tíma, við ætlum ekki að kaupa okkur árangur en erum þess fullviss að þessi leið muni skila okkur aftur á toppinn.“ Besta deild karla FH Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Samningur Jóhannesar Karls við FH gildir til næstu fjögurra ára, eða til 2029, og á hann að leiða liðið aftur upp til hæstu hæða eftir rýra uppskeru þessa stórveldis á síðustu árum. Þangað ætla FH-ingar án þess þó að ætla að kaupa sér árangur, eins og yfirmaður fótboltamála félagsins orðar það. Jóhannes Karl, sem hætti hjá AB í Danmörku nýverið til að geta verið með fjölskyldu sinni á Íslandi, hefur áður einnig verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og stýrt ÍA og HK hér á landi. Hann verður með FH-inginn Árna Frey Guðnason, sem síðast þjálfaði Fylki í Lengjudeildinni, sér til aðstoðar. Áður en þeir Jóhannes Karl og Árni Freyr voru kynntir til leiks í gær, fyrir fullum sal af fólki, var hulunni svipt af Loga Ólafssyni fyrrverandi þjálfara liðsins og látið sem að hann væri nú tekinn við að nýju. En Logi ljóstraði svo upp verst geymda leyndarmáli íslenska boltans, um hverjir myndu nú stýra FH-liðinu og taka við af Heimi Guðjónssyni. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) „Jóhannes Karl var okkar fyrsti kostur og það er mjög ánægjulegt að kynna hann sem nýjan þjálfara FH-liðsins. Við erum samhliða þessari ráðningu að kynna nýja stefnu sem var stór partur af ráðningarferlinu og sýn Jóa og félagsins á það hvert við viljum fara passar mjög vel saman. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur og Jói er akkúrat maðurinn sem við viljum að leiði okkur inn í framtíðina,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í tilkynningu frá félaginu. „Við erum virkilega ánægðir með að hafa fengið Árna Frey inn sem aðstoðarþjálfara. Árni er mikill FH-ingur, spilaði hér og var síðan yfirþjálfari áður en hann fór í meistaraflokksþjálfun og kemur aftur til okkar reynslunni ríkari. Hann þekkir leikmannahópinn og félagið vel og við væntum þess að Jói og Árni myndi gott teymi,“ segir Davíð Þór og bætir við: „Við erum samhliða þessu að kynna nýja stefnu sem við erum byrjaðir að innleiða. Markmið stefnunnar er að gera félagið sjálfbært á sama tíma að við byggjum upp lið, bæði karla og kvenna megin sem berjast á toppnum. Það getur tekið tíma, við ætlum ekki að kaupa okkur árangur en erum þess fullviss að þessi leið muni skila okkur aftur á toppinn.“
Besta deild karla FH Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira