Fleira fólk – færri bílar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 21. mars 2012 11:00 Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun