Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni Jóhanna Sigurðardóttir, Dagur B. Eggertsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson skrifa 10. mars 2012 12:15 Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar