Baráttan heldur áfram Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun