Viðtalstímar – gamaldags eða ekki? Guðríður Arnardóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar