Orkuverð og almannahagur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar