Okkur blæðir! Teitur Guðmundsson skrifar 31. janúar 2012 06:00 Ég ætla að vekja máls að nýju á þeirri staðreynd að samtengd rafræn sjúkraskrá á landsvísu hefur ekki enn litið dagsins ljós þrátt fyrir áralangar umræður um nauðsyn og gagnsemi slíks fyrirkomulags. Nýverið voru haldnir Læknadagar með miklum myndarbrag í hinu nýja ráðstefnuhúsi okkar Hörpunni, en þetta er stærsta einstaka ráðstefna lækna á Íslandi á hverju ári. Þar voru auðvitað ræddar ýmsar hliðar læknisfræðinnar, en mér er minnistætt málþing um svokallað „gate keeping“ eða tilvísanakerfi og þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu. Á þessum fundi komu fram sjónarmið ólíkra hagsmunaaðila um efnið og í pallborði gafst tækifæri til umræðna sem voru líflegar og drógust svo mjög á langinn að virtur geðlæknir þurfti að minna á að tíminn væri löngu liðinn og komið að næsta dagskrárlið. Það var ánægjulegt að fylgjast með samhljómi allra þeirra sem viðstaddir voru hversu mikilvægt og nauðsynlegt atriði þeir teldu það vera að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu. Einn okkar þekktari heimilislækna frá Akureyri lýsti mikilli ánægju sinni með hversu vel hefði tekist að tengja saman sjúkraskrá fyrir allt Norðurland, heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir auk Fjórðungssjúkrahúss. Innleiðingin hafi tekist með ágætum og hagræði sé að þessu fyrirkomulagi. Hann klykkti svo út í kunnum hæðnistón og óskaði okkur Sunnlendingum til hamingju með fyrirkomulagið á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu ljósi er líklega rétt að upplýsa um það að sjúkraskrá er þegar tengd saman á nokkrum landfræðilega stærri heilbrigðisumdæmum landsins eins og t.a.m. á Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi. Unnið er að samtengingum víðar, en höfuðborgarsvæðið, þar með talin Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landspítali og einkareknar stofur sérfræðinga eru ekki tengdar saman. Hér fer þó fram meginþorri samskipta við sjúklinga sem og milli fagaðila í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að koma á óvart, en við læknar þekkjum allir undrun þá sem skín úr augum skjólstæðinga okkar þegar þeir komast að því að við getum ekki lesið í tölvunni hvað aðrir læknar eða fagaðilar hafa gert, skrifað út af lyfjum eða pantað af rannsóknum. Það sér hver heilvita maður að þetta er algerlega forkastanlegt, hvað þá heldur að sum landsvæði geti slíkt en önnur ekki. Það er enn fremur sérlega ámælisvert þegar haft er í huga að eflaust yfir 95% af öllu heilbrigðiskerfinu hérlendis nota sama hugbúnaðinn undir sjúkraskrá. Möguleikar til samtengingar eru því umtalsverðir og mun auðveldari í framkvæmd en víðast annars staðar í heiminum. Nú ætla ég hæstvirtum velferðarráðherra ekkert annað en að hann sé með þetta verkefni í algerum forgangi og muni innan tíðar kynna framtíðarsýn sína og stjórnvalda um það hvernig þessum málum skuli varið. Það verður að taka ákvörðun, við erum búin að bíða alltof lengi eftir þessu. Okkur blæðir, er sannarlega rétt orðað í þessu samhengi, því kostnaður í heilbrigðiskerfinu er mikill og nauðsynlegt að koma í veg fyrir tvíverknað, bæta samskipti og upplýsingaflæði auk þess að tryggja öryggi sjúklinga. Við verðum að spara! En við erum að eyða óheyrilegum fjármunum í endurteknar rannsóknir, ítrekaðar lyfjaútskriftir, innlagnir sem við hefðum getað forðast og svo mætti lengi telja. Í viðskiptaheiminum er oft talað um ROI (Return on Investment) þegar fara á út í fjárfestingar. Ekki skal ég mæra fjármálaheiminn en þetta er skynsamleg nálgun og nauðsynleg áður en haldið er af stað í hvers kyns stærri kaup á búnaði eða þjónustu. Þær upplýsingar sem ég hef og tímalengd sú sem rætt er um í þessu samhengi, að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu svo hún verði nothæf, myndu laða að hvaða fjárfesti sem er ef tekið væri tillit til ROI. Ég hef heyrt ýmsar skýringar á því hvers vegna ekki er enn búið að tengja okkur saman hér fyrir sunnan. Flestar byggja á einhvers konar valdatafli og hugmyndafræðilegu ósætti um það hvað kerfið skuli geta, aðrar á því að þetta kosti heil ósköp. Engin þeirra er þó rétt tel ég og merkilegt nokk getur enginn almennilega útskýrt fyrir mér hvað stöðvar ferli samtengingar á sjúkraskrá. Sé það svo að við ætlum okkur að nýta núverandi kerfi með öllum þeim kostum og göllum er okkur ekkert að vanbúnaði, enda búin að sýna fram á það í hinum landshlutunum. Ekki nema meiningin sé að skipta alfarið um kerfi sem vissulega er rétt að skoða í þessu stóra samhengi, en kostnaður yrði væntanlega umtalsverður. Svona rétt í lokin læt ég fylgja með litla sögu, en á tímabili var aðgangsstýring á gagnagrunni Landspítalans sem kom í veg fyrir að læknar á slysa- og bráðadeild til dæmis gætu séð gögn sjúklinga á geðdeild. Slíkar aðgangsstýringar eru skynsamlegar innan vissra marka og auðvitað er nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem nota sjúkraskrár við vinnu sína. Það gat hins vegar komið sér afar illa ef einstaklingar sem voru í bráðri lífshættu leituðu á slysa- og bráðadeild og engar upplýsingar voru í kerfunum um sjúklinginn hjá meðhöndlandi lækni. Þetta hefur lagast sem betur fer. Okkur blæðir! Áfram nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að vekja máls að nýju á þeirri staðreynd að samtengd rafræn sjúkraskrá á landsvísu hefur ekki enn litið dagsins ljós þrátt fyrir áralangar umræður um nauðsyn og gagnsemi slíks fyrirkomulags. Nýverið voru haldnir Læknadagar með miklum myndarbrag í hinu nýja ráðstefnuhúsi okkar Hörpunni, en þetta er stærsta einstaka ráðstefna lækna á Íslandi á hverju ári. Þar voru auðvitað ræddar ýmsar hliðar læknisfræðinnar, en mér er minnistætt málþing um svokallað „gate keeping“ eða tilvísanakerfi og þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu. Á þessum fundi komu fram sjónarmið ólíkra hagsmunaaðila um efnið og í pallborði gafst tækifæri til umræðna sem voru líflegar og drógust svo mjög á langinn að virtur geðlæknir þurfti að minna á að tíminn væri löngu liðinn og komið að næsta dagskrárlið. Það var ánægjulegt að fylgjast með samhljómi allra þeirra sem viðstaddir voru hversu mikilvægt og nauðsynlegt atriði þeir teldu það vera að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu. Einn okkar þekktari heimilislækna frá Akureyri lýsti mikilli ánægju sinni með hversu vel hefði tekist að tengja saman sjúkraskrá fyrir allt Norðurland, heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir auk Fjórðungssjúkrahúss. Innleiðingin hafi tekist með ágætum og hagræði sé að þessu fyrirkomulagi. Hann klykkti svo út í kunnum hæðnistón og óskaði okkur Sunnlendingum til hamingju með fyrirkomulagið á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu ljósi er líklega rétt að upplýsa um það að sjúkraskrá er þegar tengd saman á nokkrum landfræðilega stærri heilbrigðisumdæmum landsins eins og t.a.m. á Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi. Unnið er að samtengingum víðar, en höfuðborgarsvæðið, þar með talin Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landspítali og einkareknar stofur sérfræðinga eru ekki tengdar saman. Hér fer þó fram meginþorri samskipta við sjúklinga sem og milli fagaðila í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að koma á óvart, en við læknar þekkjum allir undrun þá sem skín úr augum skjólstæðinga okkar þegar þeir komast að því að við getum ekki lesið í tölvunni hvað aðrir læknar eða fagaðilar hafa gert, skrifað út af lyfjum eða pantað af rannsóknum. Það sér hver heilvita maður að þetta er algerlega forkastanlegt, hvað þá heldur að sum landsvæði geti slíkt en önnur ekki. Það er enn fremur sérlega ámælisvert þegar haft er í huga að eflaust yfir 95% af öllu heilbrigðiskerfinu hérlendis nota sama hugbúnaðinn undir sjúkraskrá. Möguleikar til samtengingar eru því umtalsverðir og mun auðveldari í framkvæmd en víðast annars staðar í heiminum. Nú ætla ég hæstvirtum velferðarráðherra ekkert annað en að hann sé með þetta verkefni í algerum forgangi og muni innan tíðar kynna framtíðarsýn sína og stjórnvalda um það hvernig þessum málum skuli varið. Það verður að taka ákvörðun, við erum búin að bíða alltof lengi eftir þessu. Okkur blæðir, er sannarlega rétt orðað í þessu samhengi, því kostnaður í heilbrigðiskerfinu er mikill og nauðsynlegt að koma í veg fyrir tvíverknað, bæta samskipti og upplýsingaflæði auk þess að tryggja öryggi sjúklinga. Við verðum að spara! En við erum að eyða óheyrilegum fjármunum í endurteknar rannsóknir, ítrekaðar lyfjaútskriftir, innlagnir sem við hefðum getað forðast og svo mætti lengi telja. Í viðskiptaheiminum er oft talað um ROI (Return on Investment) þegar fara á út í fjárfestingar. Ekki skal ég mæra fjármálaheiminn en þetta er skynsamleg nálgun og nauðsynleg áður en haldið er af stað í hvers kyns stærri kaup á búnaði eða þjónustu. Þær upplýsingar sem ég hef og tímalengd sú sem rætt er um í þessu samhengi, að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu svo hún verði nothæf, myndu laða að hvaða fjárfesti sem er ef tekið væri tillit til ROI. Ég hef heyrt ýmsar skýringar á því hvers vegna ekki er enn búið að tengja okkur saman hér fyrir sunnan. Flestar byggja á einhvers konar valdatafli og hugmyndafræðilegu ósætti um það hvað kerfið skuli geta, aðrar á því að þetta kosti heil ósköp. Engin þeirra er þó rétt tel ég og merkilegt nokk getur enginn almennilega útskýrt fyrir mér hvað stöðvar ferli samtengingar á sjúkraskrá. Sé það svo að við ætlum okkur að nýta núverandi kerfi með öllum þeim kostum og göllum er okkur ekkert að vanbúnaði, enda búin að sýna fram á það í hinum landshlutunum. Ekki nema meiningin sé að skipta alfarið um kerfi sem vissulega er rétt að skoða í þessu stóra samhengi, en kostnaður yrði væntanlega umtalsverður. Svona rétt í lokin læt ég fylgja með litla sögu, en á tímabili var aðgangsstýring á gagnagrunni Landspítalans sem kom í veg fyrir að læknar á slysa- og bráðadeild til dæmis gætu séð gögn sjúklinga á geðdeild. Slíkar aðgangsstýringar eru skynsamlegar innan vissra marka og auðvitað er nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem nota sjúkraskrár við vinnu sína. Það gat hins vegar komið sér afar illa ef einstaklingar sem voru í bráðri lífshættu leituðu á slysa- og bráðadeild og engar upplýsingar voru í kerfunum um sjúklinginn hjá meðhöndlandi lækni. Þetta hefur lagast sem betur fer. Okkur blæðir! Áfram nú!
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun