Hvetjum til húsnæðissparnaðar Eygló Harðardóttir skrifar 27. janúar 2012 06:00 Sögulega hefur lítill sparnaður verið á Íslandi. Því hafði það alvarlegar afleiðingar þegar lög um sparnað vegna húsnæðis voru afnumin í lok síðustu aldar. Það unga fólk sem keypti sína fyrstu eign á árunum 2000 til 2008 átti lítið sem ekkert eigið fé. Til að koma til móts við takmarkað eigið fé stóðu því til boða lán með allt að 100% veðsetningu. Fáir valkostir buðust umfram séreign og eina leiðin sem margir sáu til að tryggja sér öruggt húsnæði var að taka lán og fá lánað veð hjá ættingjum og vinum. Í dag stendur þessi hópur eftir með þunga skuldabyrði vegna mikilla hækkana á verðtryggðum lánum og lækkandi fasteignaverðs. Búsetuformum hefur ekki fjölgað, verðtryggingin tröllríður enn bókhaldi íslenskra heimila og enginn hvati er til sparnaðar vegna húsnæðiskaupa. Því er ekki að furða að þeir sem hafa ekki enn drekkt sér í skuldum horfa með hryllingi til þátttöku á íslenskum húsnæðismarkaði. Úr þessu verður að bæta. Undir minni forystu lagði meirihluti verðtryggingarnefndar efnahags- og viðskiptaráðherra til fjölmargar leiðir til að búa til betri húsnæðismarkað. Þar er lagt til að innleitt verði óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd, í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Brýnt væri að fjölga búsetuformum með því að styrkja rekstrarumhverfi leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Það væri hægt að gera með því að styðja við fjármögnun þeirra með stofnstyrkjum, ívilnunum og tímabundnum opinberum stuðningi og breytingum á húsnæðisbótakerfinu. Þegar er unnið að þessu. Síðast en ekki síst þyrfti að hvetja til sparnaðar. Það verður að gera til að hraða eignamyndun, lækka fjármagnskostnað og minnka skuldsetningu heimilanna. Því hyggst ég leggja fram frumvarp um skattaívilnun til ungs fólks sem vill leggja til hliðar peninga til að kaupa húsnæði eða búseturétt. Þar er lagt til að reglubundinn sparnaður til húsnæðisöflunar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur veiti 20% skattaafslátt af innleggi hvers árs, að hámarki 200 þús. kr. Sparnaðurinn yrði undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Þannig tryggjum við að börnin okkar steypi sér aldrei aftur í sömu skuldir og við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sögulega hefur lítill sparnaður verið á Íslandi. Því hafði það alvarlegar afleiðingar þegar lög um sparnað vegna húsnæðis voru afnumin í lok síðustu aldar. Það unga fólk sem keypti sína fyrstu eign á árunum 2000 til 2008 átti lítið sem ekkert eigið fé. Til að koma til móts við takmarkað eigið fé stóðu því til boða lán með allt að 100% veðsetningu. Fáir valkostir buðust umfram séreign og eina leiðin sem margir sáu til að tryggja sér öruggt húsnæði var að taka lán og fá lánað veð hjá ættingjum og vinum. Í dag stendur þessi hópur eftir með þunga skuldabyrði vegna mikilla hækkana á verðtryggðum lánum og lækkandi fasteignaverðs. Búsetuformum hefur ekki fjölgað, verðtryggingin tröllríður enn bókhaldi íslenskra heimila og enginn hvati er til sparnaðar vegna húsnæðiskaupa. Því er ekki að furða að þeir sem hafa ekki enn drekkt sér í skuldum horfa með hryllingi til þátttöku á íslenskum húsnæðismarkaði. Úr þessu verður að bæta. Undir minni forystu lagði meirihluti verðtryggingarnefndar efnahags- og viðskiptaráðherra til fjölmargar leiðir til að búa til betri húsnæðismarkað. Þar er lagt til að innleitt verði óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd, í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Brýnt væri að fjölga búsetuformum með því að styrkja rekstrarumhverfi leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Það væri hægt að gera með því að styðja við fjármögnun þeirra með stofnstyrkjum, ívilnunum og tímabundnum opinberum stuðningi og breytingum á húsnæðisbótakerfinu. Þegar er unnið að þessu. Síðast en ekki síst þyrfti að hvetja til sparnaðar. Það verður að gera til að hraða eignamyndun, lækka fjármagnskostnað og minnka skuldsetningu heimilanna. Því hyggst ég leggja fram frumvarp um skattaívilnun til ungs fólks sem vill leggja til hliðar peninga til að kaupa húsnæði eða búseturétt. Þar er lagt til að reglubundinn sparnaður til húsnæðisöflunar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur veiti 20% skattaafslátt af innleggi hvers árs, að hámarki 200 þús. kr. Sparnaðurinn yrði undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Þannig tryggjum við að börnin okkar steypi sér aldrei aftur í sömu skuldir og við.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun