Munur lífeyrisréttinda minni en margir telja Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Þórður Á. Hjaltested skrifa 18. janúar 2012 12:00 Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun