Næsta skref, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu).
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar