Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. október 2012 19:16 Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. Einna helst eru það tólf fyrirtæki sem hafa látið að sér kveða í þróun tölvuleikja hér á landi. Frá árinu 2009 hefur heildarvelta þessara fyrirtækja aukist jafnt og þétt, frá tæplega sjö milljörðum í tæpa tíu milljarða á síðasta ári. Gert er ráð fyrir árlegum vexti tölvuleikjaiðnaðarins upp á 7,2 prósent. Þannig má gera ráð fyrir heildarveltu upp á tæpa tíu og hálfan milljarða í ár. Spjaldtölvan hefur sannarlega bylt tölvuleikjaiðnaðinum og einblínir nú stór hluti íslenskra leikjafyrirtækja á þessa nýjung. Umboðsaðili Apple hér á landi, Epli.is, áætlar að um tíu þúsund iPad spjaldtölvur hafi selst á Íslandi. Þá er gert ráð fyrir að leikjaspilun á spjaldtölvum og snjallsímum muni taka fram úr hefðbundnum borðtölvum á næsta ári. „Þetta er ungur iðnaður. Hann er ekki nema þrjátíu ára gamall. Og það eru átta ár síðan hann varð stærri en Hollywood. Hann er enn að vaxa, í tekjum, fjölda spilarar, í hvað stærð sem þú leggur niður," segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic. Á mánudaginn munu íslenskir tölvuleikjaframleiðendur síðan taka höndum saman við félaga sína á Norðurlöndum en samnorræn samtök leikjaframleiðenda verða þá stofnuð. Um 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum. Árleg velta þeirra er um 57 milljarðar íslenskra króna. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP er á meðal stærstu fyrirtækja hinum norræna markaði. Árstekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu átta milljörðum íslenskra króna. „Hvað varðar einstaklingana og hugvitið sem er að vera til, þá eru framtíðarhorfurnar bjartar svo er þetta meiraspurning um hvorg að viðgetum skapað þannig umhverfi að halda í fólk og skapa nýtt vinnuafl," segir Jónas. Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. Einna helst eru það tólf fyrirtæki sem hafa látið að sér kveða í þróun tölvuleikja hér á landi. Frá árinu 2009 hefur heildarvelta þessara fyrirtækja aukist jafnt og þétt, frá tæplega sjö milljörðum í tæpa tíu milljarða á síðasta ári. Gert er ráð fyrir árlegum vexti tölvuleikjaiðnaðarins upp á 7,2 prósent. Þannig má gera ráð fyrir heildarveltu upp á tæpa tíu og hálfan milljarða í ár. Spjaldtölvan hefur sannarlega bylt tölvuleikjaiðnaðinum og einblínir nú stór hluti íslenskra leikjafyrirtækja á þessa nýjung. Umboðsaðili Apple hér á landi, Epli.is, áætlar að um tíu þúsund iPad spjaldtölvur hafi selst á Íslandi. Þá er gert ráð fyrir að leikjaspilun á spjaldtölvum og snjallsímum muni taka fram úr hefðbundnum borðtölvum á næsta ári. „Þetta er ungur iðnaður. Hann er ekki nema þrjátíu ára gamall. Og það eru átta ár síðan hann varð stærri en Hollywood. Hann er enn að vaxa, í tekjum, fjölda spilarar, í hvað stærð sem þú leggur niður," segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic. Á mánudaginn munu íslenskir tölvuleikjaframleiðendur síðan taka höndum saman við félaga sína á Norðurlöndum en samnorræn samtök leikjaframleiðenda verða þá stofnuð. Um 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum. Árleg velta þeirra er um 57 milljarðar íslenskra króna. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP er á meðal stærstu fyrirtækja hinum norræna markaði. Árstekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu átta milljörðum íslenskra króna. „Hvað varðar einstaklingana og hugvitið sem er að vera til, þá eru framtíðarhorfurnar bjartar svo er þetta meiraspurning um hvorg að viðgetum skapað þannig umhverfi að halda í fólk og skapa nýtt vinnuafl," segir Jónas.
Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira