Norðmenn ætla ekki að bora í Norðurpólinn Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2012 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra: Slær á fingur olíu- og orkumálaráðherrans. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent