Stuðningsgrein: Forsetinn er sunnudagur Hallgrímur Helgason skrifar 26. júní 2012 11:30 Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Hallgrímur Helgason Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun