Alþjóðabankinn um Kína: Þetta gengur ekki lengur 28. febrúar 2012 00:28 Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira