Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Svartfjallalandi í dag. Kári Árnason, leikmaður Aberdeen, kemur beint inn í byrjunarliðið eftir langa fjarveru frá landsliðinu.
Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og fer fram í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á SportTV.is í dag.
Sölvi Geir og Ragnar Sigurðsson, leikmenn FCK í Danmörku, verða miðverðir Íslands í dag og bakverðir þeir Grétar Rafn Steinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson. Stefán Logi Magnússon stendur í marki íslenska liðsins.
Emil Hallfreðsson byrjar þrátt fyrir að hafa verið tæpur vegna meiðsla og verður á vinstri kantinum. Rúrik Gíslason verður hægra megin og þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Kári á miðjunni. Kári spilaði síðast landsleik í Kýpur þann 3. mars árið 2010 og þar áður í október árið 2007.
Aron Einar Gunnarsson er ekki í byrjunarliðinu en hann meiddist lítillega í leik Liverpool og Cardiff um helgina.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason verða sóknarmenn Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður:
Stefán Logi Magnússon
Vörn:
Grétar Rafn Steinsson
Ragnar Sigurðsson
Sölvi Geir Ottesen
Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðja:
Rúrik Gíslason
Eggert Gunnþór Jónsson
Kári Árnason
Emil Hallfreðsson
Sókn:
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Fótbolti