Erlent

Ný Xbox leikjatölva kynnt á næsta ári

Að öllum líkindum verður leikjatölvan kynnt á E3 ráðstefnunni á næsta ári.
Að öllum líkindum verður leikjatölvan kynnt á E3 ráðstefnunni á næsta ári. mynd/AFP
Nýjasta leikjatölva Microsoft verður að öllum líkindum opinberuð haustið 2013. Talið er að grafík leikjatölvunnar verði 6 sinnum öflugri en núverandi geta Xbox 360 tölvunnar.

Samkvæmt heimildum tæknifréttasíðunnar Techcrunch verður skjákort nýju leikjatölvunnar byggt á AMD 6000 örgjörvanum. Að auki verða rafrásir tölvunnar úr silíkoni. Sérfræðingar Techcrunch segja að tölvan verði 20% öflugri en nýja Wii U leikjatölvan.

Að öllum líkindum verður leikjatölvan kynnt á E3 ráðstefnunni á næsta ári. Microsoft mun þó gefa út svokallaða þróunarpakka til forritara og hugbúnaðarsérfræðinga á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×