Erlent

Reyna að styrkja sambandið

Fyrir utan Hvíta húsið í Washington beið hópur fólks með mótmælaborða og krafðist frelsunar Tíbets.
nordocsphotos/afp
Fyrir utan Hvíta húsið í Washington beið hópur fólks með mótmælaborða og krafðist frelsunar Tíbets. nordocsphotos/afp
Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Þeir ræddu síðan betur saman í gærmorgun og héldu blaðamannafund á eftir. Þar fengu tveir bandarískir fréttamenn og tveir kínverskir að bera fram eina spurningu hver. Loks snæddu þeir aftur kvöldverð í gær.

Obama sagði vonir standa til að heimsóknin yrði til þess að styrkja tengsl ríkjanna, en lagði jafnframt áherslu á mikilvægi mannréttinda. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Kína og Bandaríkjanna þau tvö ár sem Obama hefur verið við völd. Margir Bandaríkjamenn kenna Kínverjum að hluta um atvinnuleysið sem Bandaríkin búa við núna. Þá hafa Kínverjar ekki tekið undir óskir Bandaríkjastjórnar um þátttöku í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, né heldur hafa þeir orðið við óskum Bandaríkjamanna um að halda aftur af Norður-Kóreu.

Bandaríkin hafa fyrir sitt leyti farið í taugarnar á Kínverjum fyrir að hafa selt vopn til Taívans og tekið á móti Dalaí Lama í Hvíta húsinu. Nú á að styrkja sambandið, meðal annars með samstarfi í kjarnorkumálum.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×