Innrásin frá Mars Ásgeir H. Ingólfsson skrifar 24. janúar 2011 06:00 Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar