Stöðvum málið á hendur Geir Haarde Atli Heimir Sveinsson skrifar 17. desember 2011 07:00 Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun