Leyfið bönkunum að koma til mín Ólafur Hauksson skrifar 6. desember 2011 06:00 Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna?
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar