Merkel útilokar nú allar skyndilausnir 3. desember 2011 02:00 Angela Merkel Kanslari Þýskalands ítrekar enn á ný andstöðu sína við margvíslegar aðgerðir, sem önnur evruríki hafa viljað grípa til í von um að leysa skuldavandann á evrusvæðinu.nordicphotos/AFP „Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
„Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira