Tíminn til að hemja hlýnun að renna út 10. nóvember 2011 05:30 Erfitt verður að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu. nordicphotos/AFP „Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira