Jafnvægi í náttúrunni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar