Virðum rétt barna og ungmenna til vímulauss lífs Ingrid Kuhlman skrifar 29. október 2011 06:00 Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ingrid Kuhlman Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun