Af sögufölsunarfélaginu 25. október 2011 06:00 Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen)
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun