Bankar þurfa 16.000 milljarða 24. október 2011 06:00 Leiðtogar ESB stefna að því að koma fram með heildarlausn á skuldavanda evrusvæðisins á fundi á miðvikudag. Um helgina var upplýst að bankar innan ESB þyrftu að auka eiginfjárhlutfall sitt og afskrifa um helming skulda Grikkands. Nordicphotos/AFP Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins. Bönkunum verður gert að hækka eiginfjárhlutfall sitt úr fimm til sex prósentum upp í níu prósent. Til þess að ná því marki þurfa bankarnir annað hvort að auka hlutafé, selja eignir eða leita hjálpar hjá ríkisstjórnum heimalanda sinna. Samkvæmt drögunum munu eftirlitsstofnanir í hverju landi hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að bankarnir grípi ekki til aðgerða eins og niðurskurðar í rekstri eða útlánum til að ná tilskildu eiginfjárhlutfalli. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu stíft um helgina, en þar var einnig reynt að ná samkomulagi við bankana um niðurfellingu skulda Grikklands. Samkvæmt úttekt sem gerð var á skuldastöðu Grikklands þyrfti að skera skuldir niður um allt að 60 prósentum, en talið er líklegt að samkomulagið, sem verður fullfrágengið á miðvikudag, feli í sér niðurfellingu á 40 til 50 prósentum skuldanna til að hlutfall skulda af landsframleiðslu komist niður í 110 prósent. Hið þriðja og síðasta af stóru málunum er staða neyðarsjóðs Evrópu og hvernig á að beita honum. Enn eru skiptar skoðanir milli Frakklands og Þýskalands í þeim efnum, þar sem Frakkar höfðu bundið vonir við að sjóðurinn yrði nokkurs konar banki sem gæti sótt fjármuni í hirslur Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjar segja þá leið hins vegar ekki gerlega án meiriháttar breytinga á lögum ESB. Þess í stað vilja þeir stækka sjóðinn sjálfan með öðrum hætti úr 440 milljörðum evra upp í allt að 1.000 milljörðum. Þá eru þau ríki sem standa höllum fæti ekki talin líkleg til að samþykkja ný lög um bankana fyrr en styrking neyðarsjóðsins er orðin skýr, og ríkin geti sannarlega leitað á náðir hans ef þörf krefur til að aðstoða bankana. Úrslitastund verður í þessum efnum á miðvikudag, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins gengur frá heildarlausn á skuldavandanum. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins. Bönkunum verður gert að hækka eiginfjárhlutfall sitt úr fimm til sex prósentum upp í níu prósent. Til þess að ná því marki þurfa bankarnir annað hvort að auka hlutafé, selja eignir eða leita hjálpar hjá ríkisstjórnum heimalanda sinna. Samkvæmt drögunum munu eftirlitsstofnanir í hverju landi hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að bankarnir grípi ekki til aðgerða eins og niðurskurðar í rekstri eða útlánum til að ná tilskildu eiginfjárhlutfalli. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu stíft um helgina, en þar var einnig reynt að ná samkomulagi við bankana um niðurfellingu skulda Grikklands. Samkvæmt úttekt sem gerð var á skuldastöðu Grikklands þyrfti að skera skuldir niður um allt að 60 prósentum, en talið er líklegt að samkomulagið, sem verður fullfrágengið á miðvikudag, feli í sér niðurfellingu á 40 til 50 prósentum skuldanna til að hlutfall skulda af landsframleiðslu komist niður í 110 prósent. Hið þriðja og síðasta af stóru málunum er staða neyðarsjóðs Evrópu og hvernig á að beita honum. Enn eru skiptar skoðanir milli Frakklands og Þýskalands í þeim efnum, þar sem Frakkar höfðu bundið vonir við að sjóðurinn yrði nokkurs konar banki sem gæti sótt fjármuni í hirslur Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjar segja þá leið hins vegar ekki gerlega án meiriháttar breytinga á lögum ESB. Þess í stað vilja þeir stækka sjóðinn sjálfan með öðrum hætti úr 440 milljörðum evra upp í allt að 1.000 milljörðum. Þá eru þau ríki sem standa höllum fæti ekki talin líkleg til að samþykkja ný lög um bankana fyrr en styrking neyðarsjóðsins er orðin skýr, og ríkin geti sannarlega leitað á náðir hans ef þörf krefur til að aðstoða bankana. Úrslitastund verður í þessum efnum á miðvikudag, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins gengur frá heildarlausn á skuldavandanum. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira