Hæpinn gjaldeyris-ávinningur Þórólfur Matthíasson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. Forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands hefur aðgang að betri og fyllri upplýsingum um framleiðslukostnað lambakjöts en ég hef sem aðeins hef prentuð gögn frá Bændasamtökunum að styðjast við. Það ætti því að vera hægur vandi að laga og bæta grófa útreikninga mína. Það gerir forstöðumaðurinn ekki. Forstöðumaðurinn gefur sér að kindakjöt sé flutt út í grisjupokum í heilum skrokkum og kílóverð útfltunings þannig sambærilegt við kílóverð til bænda. Þetta er ekki rétt. Það eru betri bitar sem eru fluttir út. Þess vegna er kílóverð sem Hagstofan gefur upp í útfluningsskýrslum hærra en kílóverð þegar bændur selja í heilum skrokkum til afurðastöðva. Tilkostnaður við að framleiða kindakjöt sem gefur af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur er umtalsverður. Sé stuðst við tölur út búreikningum Bændasamtakanna er kostnaður vegna aðfanga (olíu, áburður, rúlluplast, þjónusta dýralækna o.s.frv.) um 2,7 milljarðar króna. Reiknuð laun bónda, vaxtagjöld og afskriftir tækja og bygginga nemur samkvæmt sömu heimild um 2,6 millljörðum króna. Beingreiðslur eru á bilinu 0,4 til 1,1 milljarður króna. Þessi útflutningsstarfssemi er rekin með 1,5 til 2ja milljarða tapi þrátt fyrir stuðning skattgreiðenda. Tapið er fjármagnað af afskriftasjóði bænda og af fjármálastofnunum. Ekki er í þessum útreikningum tekið tillit til kostnaðar vegna grasnytja utan heimalanda. Kostnaður vegna uppgræðslu og landabóta á afréttum lendir að mestu leyti á skattgreiðendum og er umtalsverður. Í grein minni giskaði ég á að ríflega 40% aðfanga væri erlendur að uppruna. Sumir kollegar mínir hafa gagnrýnt þá ágiskun og telja að um vanmat sé að ræða. En 40% af 2,7 milljörðum er 1,1 milljarður. Forstöðumaður félagssviðs BÍ reiknar erlendan tilkostnað með hliðsjón af söluverðmæti afurðanna. Söluverðmætið er um helmingur framleiðslukostnaðarins. Það ætti að vera vel þekkt á 3ju hæðinni á Hótel Sögu. Benda má forstöðumanninum á grein eftir Jónas Bjarnason hjá Hagþjónustu landbúnaðarins frá 2008 sem ber heitið: “Stuðningur við sauðfjárrækt nam 61% af verðmætasköpun í greininni 2006”, sjá http://www.hag.is/pdf/annad_utgefid/Studn_vid_saudfjarr2006.pdf. Aðferðafræði forstöðumannsins felur því í sér um helmings vanmat á erlendum tilkostnaði við framleiðslu útflutts kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. Forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands hefur aðgang að betri og fyllri upplýsingum um framleiðslukostnað lambakjöts en ég hef sem aðeins hef prentuð gögn frá Bændasamtökunum að styðjast við. Það ætti því að vera hægur vandi að laga og bæta grófa útreikninga mína. Það gerir forstöðumaðurinn ekki. Forstöðumaðurinn gefur sér að kindakjöt sé flutt út í grisjupokum í heilum skrokkum og kílóverð útfltunings þannig sambærilegt við kílóverð til bænda. Þetta er ekki rétt. Það eru betri bitar sem eru fluttir út. Þess vegna er kílóverð sem Hagstofan gefur upp í útfluningsskýrslum hærra en kílóverð þegar bændur selja í heilum skrokkum til afurðastöðva. Tilkostnaður við að framleiða kindakjöt sem gefur af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur er umtalsverður. Sé stuðst við tölur út búreikningum Bændasamtakanna er kostnaður vegna aðfanga (olíu, áburður, rúlluplast, þjónusta dýralækna o.s.frv.) um 2,7 milljarðar króna. Reiknuð laun bónda, vaxtagjöld og afskriftir tækja og bygginga nemur samkvæmt sömu heimild um 2,6 millljörðum króna. Beingreiðslur eru á bilinu 0,4 til 1,1 milljarður króna. Þessi útflutningsstarfssemi er rekin með 1,5 til 2ja milljarða tapi þrátt fyrir stuðning skattgreiðenda. Tapið er fjármagnað af afskriftasjóði bænda og af fjármálastofnunum. Ekki er í þessum útreikningum tekið tillit til kostnaðar vegna grasnytja utan heimalanda. Kostnaður vegna uppgræðslu og landabóta á afréttum lendir að mestu leyti á skattgreiðendum og er umtalsverður. Í grein minni giskaði ég á að ríflega 40% aðfanga væri erlendur að uppruna. Sumir kollegar mínir hafa gagnrýnt þá ágiskun og telja að um vanmat sé að ræða. En 40% af 2,7 milljörðum er 1,1 milljarður. Forstöðumaður félagssviðs BÍ reiknar erlendan tilkostnað með hliðsjón af söluverðmæti afurðanna. Söluverðmætið er um helmingur framleiðslukostnaðarins. Það ætti að vera vel þekkt á 3ju hæðinni á Hótel Sögu. Benda má forstöðumanninum á grein eftir Jónas Bjarnason hjá Hagþjónustu landbúnaðarins frá 2008 sem ber heitið: “Stuðningur við sauðfjárrækt nam 61% af verðmætasköpun í greininni 2006”, sjá http://www.hag.is/pdf/annad_utgefid/Studn_vid_saudfjarr2006.pdf. Aðferðafræði forstöðumannsins felur því í sér um helmings vanmat á erlendum tilkostnaði við framleiðslu útflutts kindakjöts.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun