Burt af hvaða svæði? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2011 07:00 Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins?
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun