Verjum réttindi einkabankanna Jón Þór Ólafsson skrifar 29. júní 2011 10:00 Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvarinn rétt þeirra til að búa til lögeyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagnvart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér tillögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að „Lögeyrisvaldinu" skuli dreift í Stjórnarskrá. Ríkinu verður aldrei treystandi til að búa til lögeyri þjóðarinnar, eins og IFRI leggur til. Valddreifing og ábyrgð gagnvart almenningi mun ekki virka með þetta vald. Ríkið mun freistast til að gefa út of mikið af nýjum peningum með óðaverðbólgu í kjölfarið. Sumir segja að einkabankarnir freistuðust sjálfir til þess að búa til of mikið af nýjum peningum, sem blés út húsnæðisbólu og endaði í hruni, en það var Seðlabankanum að kenna. Seðlabankinn var ábyrgur fyrir því að leyfa okkur að auka peningamagnið um tæp 400% á árunum frá einkavæðingu til hruns. Einkabankarnir eru aðeins ábyrgir gagnvart eigendum sínum, og þá aðallega okkur stóreigendum. Í umræðunni og á Vísindavef Háskóla Íslands segir að þegar einkabankar búa til nýjar skuldir þá séu þeir í raun að búa til nýja peninga. Við viljum meina að þetta sé gott fyrirkomulag sem Seðlabankinn viðhefur. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan: Við búum til nýja peninga sem skuldir. Skuldir eru góðar. Bankarnir okkar búa til nýja peninga með bókhaldsfærslu sem viðskiptavinir fá lánaða á vöxtum fyrir að veðsetja eignir sínar og vinnuframlag. Skuldsett fólk vinnur meira og fer síður í verkfall. Skuldsettum ríkjum er auðveldara að stjórna í krafti peninga. Síðari ástæðan: Peningaútgáfan okkar rýrir kaupmátt króna sem eru í umferð og veldur því krónueigendum fjárhagsskaða. Þetta er gott. Fjárhagsskaðinn fær fólk sem á krónur til að losa sig við þær með aukinni neyslu og fjárfestingu, sem í gegnum bankakerfið þýðir meiri skuldir. Þegar allt kemur til alls gæti Seðlabankinn alveg búið til alla nýja peninga skuldlaust og Alþingi ákveðið hver skyldi njóta góðs af þeim í fjárlögum. Aukning peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. En við bankaeigendur höfum staðið lengi í þessari réttindabaráttu og gerum það sem þarf til að verja réttindi okkar. Við höfum tryggt okkur réttinn til að búa til nýjar krónur, að upphæð sem sum ár slagar hátt í fjárlög ríkisins, og réttinn til að ráða hver nýtur góðs af þessum nýju peningum. Við höfum í raun lögvarin réttindi til að skattleggja krónueign landsmanna með því að búa til nýja peninga sem við svo lánum landsmönnum aftur með vöxtum. Við eigum rétt á arði af öllu saman og ef einhver bankanna hrynur þá eigum við rétt á að kaupa skuldasöfnin á afslætti og halda áfram að innheimta að fullu. Valdið til að búa til lögeyri landsins eru þau réttindi sem umfram allt annað hafa tryggt okkur þann auð og völd sem gerir okkur ráðandi í samfélaginu. En við erum ekki að biðja um stjórnarskrárvarnir. Þær væru of augljósar og eru þar að auki óþarfar meðan peningar hafa áhrif á úrslit kosninga. Þó að okkur væri óheimilt að borga í kosningasjóði eru þúsund aðrar leiðir fyrir peninga að hafa atkvæðavægi. Skynsamt fólk skilur að peningarnir sem við búum til geta ýmist hindrað eða hjálpað metnaðarfullu fólki og almennt létt því lífið. Við skorum aðeins á fulltrúa Stjórnlagaráðs að nota skynsemina og sleppa því bara að ræða um lögeyrisvaldið. Það er allt og sumt sem þið þurfið að gera til að standa vörð um réttindi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvarinn rétt þeirra til að búa til lögeyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagnvart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér tillögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að „Lögeyrisvaldinu" skuli dreift í Stjórnarskrá. Ríkinu verður aldrei treystandi til að búa til lögeyri þjóðarinnar, eins og IFRI leggur til. Valddreifing og ábyrgð gagnvart almenningi mun ekki virka með þetta vald. Ríkið mun freistast til að gefa út of mikið af nýjum peningum með óðaverðbólgu í kjölfarið. Sumir segja að einkabankarnir freistuðust sjálfir til þess að búa til of mikið af nýjum peningum, sem blés út húsnæðisbólu og endaði í hruni, en það var Seðlabankanum að kenna. Seðlabankinn var ábyrgur fyrir því að leyfa okkur að auka peningamagnið um tæp 400% á árunum frá einkavæðingu til hruns. Einkabankarnir eru aðeins ábyrgir gagnvart eigendum sínum, og þá aðallega okkur stóreigendum. Í umræðunni og á Vísindavef Háskóla Íslands segir að þegar einkabankar búa til nýjar skuldir þá séu þeir í raun að búa til nýja peninga. Við viljum meina að þetta sé gott fyrirkomulag sem Seðlabankinn viðhefur. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan: Við búum til nýja peninga sem skuldir. Skuldir eru góðar. Bankarnir okkar búa til nýja peninga með bókhaldsfærslu sem viðskiptavinir fá lánaða á vöxtum fyrir að veðsetja eignir sínar og vinnuframlag. Skuldsett fólk vinnur meira og fer síður í verkfall. Skuldsettum ríkjum er auðveldara að stjórna í krafti peninga. Síðari ástæðan: Peningaútgáfan okkar rýrir kaupmátt króna sem eru í umferð og veldur því krónueigendum fjárhagsskaða. Þetta er gott. Fjárhagsskaðinn fær fólk sem á krónur til að losa sig við þær með aukinni neyslu og fjárfestingu, sem í gegnum bankakerfið þýðir meiri skuldir. Þegar allt kemur til alls gæti Seðlabankinn alveg búið til alla nýja peninga skuldlaust og Alþingi ákveðið hver skyldi njóta góðs af þeim í fjárlögum. Aukning peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. En við bankaeigendur höfum staðið lengi í þessari réttindabaráttu og gerum það sem þarf til að verja réttindi okkar. Við höfum tryggt okkur réttinn til að búa til nýjar krónur, að upphæð sem sum ár slagar hátt í fjárlög ríkisins, og réttinn til að ráða hver nýtur góðs af þessum nýju peningum. Við höfum í raun lögvarin réttindi til að skattleggja krónueign landsmanna með því að búa til nýja peninga sem við svo lánum landsmönnum aftur með vöxtum. Við eigum rétt á arði af öllu saman og ef einhver bankanna hrynur þá eigum við rétt á að kaupa skuldasöfnin á afslætti og halda áfram að innheimta að fullu. Valdið til að búa til lögeyri landsins eru þau réttindi sem umfram allt annað hafa tryggt okkur þann auð og völd sem gerir okkur ráðandi í samfélaginu. En við erum ekki að biðja um stjórnarskrárvarnir. Þær væru of augljósar og eru þar að auki óþarfar meðan peningar hafa áhrif á úrslit kosninga. Þó að okkur væri óheimilt að borga í kosningasjóði eru þúsund aðrar leiðir fyrir peninga að hafa atkvæðavægi. Skynsamt fólk skilur að peningarnir sem við búum til geta ýmist hindrað eða hjálpað metnaðarfullu fólki og almennt létt því lífið. Við skorum aðeins á fulltrúa Stjórnlagaráðs að nota skynsemina og sleppa því bara að ræða um lögeyrisvaldið. Það er allt og sumt sem þið þurfið að gera til að standa vörð um réttindi okkar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar