Úthlutun ríkisstyrkja og hlutverk fjárlaganefndar Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. júní 2011 06:30 Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun