Laugavegur: Aðlaðandi sumargata Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 3. júní 2011 09:00 Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn. Danski arkitektinn Jan Gehl, sem á meðal annars heiðurinn af því að hafa gert Strikið í Kaupmannahöfn að göngugötu, var ekki hrifinn af umferðinni á Laugaveginum þegar hann vann fyrir fjórum árum að tillögum um eflingu miðborgarinnar í Reykjavík. Í viðtali við Morgunblaðið í september 2007 hélt hann því fram að þessi mikla umferð gerði Laugaveginn fráhrindandi. Hann sagði: „Nú lötra þarna langar raðir, stuðara við stuðara, af fjórhjóladrifnum jeppum með fólki sem reynir ekkert á sig, bílar með beljandi hátölurum. Þetta laðar ekki að aðra hópa úr samfélaginu, þroskaðra fólk, oft með góða kaupgetu, ekki heldur eldri borgara. Við þurfum að fá fleira fólk til að koma í bæinn." Við sem sitjum í umhverfis- og samgönguráði teljum að til þess að bæta Laugaveginn og skapa fallega og góða verslunar- og mannlífsgötu þurfi bílarnir að gefa aðeins eftir. Umhverfis- og samgönguráð einróma hefur samþykkt tillögu um að bílaumferð á Laugaveginum frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg verði takmörkuð á tímabilinu 1. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Að tveggja vikna tíma liðnum er sviðinu falið að meta stöðuna og kalla til fundar með ráðinu ef í ljós kemur að tilraunin stenst ekki væntingar borgarinnar. Umhverfis- og samgönguráð hefur þá heimild til að falla frá takmörkun á umferð. Milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs eru 40 verslanir og 25 veitingastaðir. Síðustu vikur hefur starfsfólk umhverfis- og samgöngusviðs heimsótt þessa staði. Meirihluti þeirra sem talað var við er hlynntur því að skoða hvaða áhrif það hefur á götuna, verslun og fólk að takmarka bílaumferð á þennan hátt. Ef vel tekst til er ekki ólíklegt að stungið verði upp á því að endurtaka leikinn aftur næsta sumar og reyna þannig að festa Laugaveginn í sessi sem aðlaðandi sumargötu. Rétt er að geta þess, áður en lengra er haldið, að á þessum hluta Laugavegs eru aðeins 17 bílastæði. Fjöldi bílastæða er í þvergötum og auk þess eru í næsta nágrenni þrjú bílastæðahús. Áfram verður hægt að aka þær götur sem þvera Laugaveginn og er lengsta vegalengd frá þvergötu að verslun 50 metrar. Kannski má bæta því við að í miðborg Reykjavíkur eru milli 700 og 800 bílastæði á hver þúsund störf. Það er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Margt mælir með því að fara þessa leið. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst sumarið 2009 færðu okkur mikilvægar vísbendingar um notkun Laugavegsins. Talningarnar voru framkvæmdar á fimmtudegi og laugardegi á Laugaveginum við Skólavörðustíg og Klapparstíg. Í ljós kom að um það bil 80% vegfarenda á Laugavegi eru gangandi fólk. Þeir sem aka þar á bílum eru milli 15% og 25%. Samt taka bílarnir um helming alls göturýmis við Laugaveginn, að ekki sé minnst á mengunina frá þeim og hávaðann. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn.Kristín Soffía Jónsdóttir situr í umhverfis- og samgönguráði fyrir Samfylkinguna.Kostir göngugötunnar felast í bættu aðgengi fyrir fleiri hópa, minni mengun og meira rými fyrir uppákomur sem gera götulífið skemmtilegra. Við erum sannfærð um að Laugavegurinn getur orðið falleg og vinsæl sumargata sem laðar til sín Íslendinga jafnt sem ferðamenn. Raunar er það svo að í flestum miðborgum í okkar heimshluta er nú verið að gera götur og torg aðgengilegri fyrir fótgangandi og þrengja að bílaumferðinni. Þegar Íslendingar eru þar á ferð, njóta þeir þess yfirleitt að rölta um göturnar, skoða búðarglugga, versla, setjast við borð úti á gangstétt og fá sér hressingu. Er ekki kominn tími til að við reynum að skapa þau lífsgæði í okkar eigin borgarumhverfi sem við sækjumst í erlendis? Þó ekki væri nema yfir hásumarið. Við viljum láta á það reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn. Danski arkitektinn Jan Gehl, sem á meðal annars heiðurinn af því að hafa gert Strikið í Kaupmannahöfn að göngugötu, var ekki hrifinn af umferðinni á Laugaveginum þegar hann vann fyrir fjórum árum að tillögum um eflingu miðborgarinnar í Reykjavík. Í viðtali við Morgunblaðið í september 2007 hélt hann því fram að þessi mikla umferð gerði Laugaveginn fráhrindandi. Hann sagði: „Nú lötra þarna langar raðir, stuðara við stuðara, af fjórhjóladrifnum jeppum með fólki sem reynir ekkert á sig, bílar með beljandi hátölurum. Þetta laðar ekki að aðra hópa úr samfélaginu, þroskaðra fólk, oft með góða kaupgetu, ekki heldur eldri borgara. Við þurfum að fá fleira fólk til að koma í bæinn." Við sem sitjum í umhverfis- og samgönguráði teljum að til þess að bæta Laugaveginn og skapa fallega og góða verslunar- og mannlífsgötu þurfi bílarnir að gefa aðeins eftir. Umhverfis- og samgönguráð einróma hefur samþykkt tillögu um að bílaumferð á Laugaveginum frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg verði takmörkuð á tímabilinu 1. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Að tveggja vikna tíma liðnum er sviðinu falið að meta stöðuna og kalla til fundar með ráðinu ef í ljós kemur að tilraunin stenst ekki væntingar borgarinnar. Umhverfis- og samgönguráð hefur þá heimild til að falla frá takmörkun á umferð. Milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs eru 40 verslanir og 25 veitingastaðir. Síðustu vikur hefur starfsfólk umhverfis- og samgöngusviðs heimsótt þessa staði. Meirihluti þeirra sem talað var við er hlynntur því að skoða hvaða áhrif það hefur á götuna, verslun og fólk að takmarka bílaumferð á þennan hátt. Ef vel tekst til er ekki ólíklegt að stungið verði upp á því að endurtaka leikinn aftur næsta sumar og reyna þannig að festa Laugaveginn í sessi sem aðlaðandi sumargötu. Rétt er að geta þess, áður en lengra er haldið, að á þessum hluta Laugavegs eru aðeins 17 bílastæði. Fjöldi bílastæða er í þvergötum og auk þess eru í næsta nágrenni þrjú bílastæðahús. Áfram verður hægt að aka þær götur sem þvera Laugaveginn og er lengsta vegalengd frá þvergötu að verslun 50 metrar. Kannski má bæta því við að í miðborg Reykjavíkur eru milli 700 og 800 bílastæði á hver þúsund störf. Það er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Margt mælir með því að fara þessa leið. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst sumarið 2009 færðu okkur mikilvægar vísbendingar um notkun Laugavegsins. Talningarnar voru framkvæmdar á fimmtudegi og laugardegi á Laugaveginum við Skólavörðustíg og Klapparstíg. Í ljós kom að um það bil 80% vegfarenda á Laugavegi eru gangandi fólk. Þeir sem aka þar á bílum eru milli 15% og 25%. Samt taka bílarnir um helming alls göturýmis við Laugaveginn, að ekki sé minnst á mengunina frá þeim og hávaðann. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn.Kristín Soffía Jónsdóttir situr í umhverfis- og samgönguráði fyrir Samfylkinguna.Kostir göngugötunnar felast í bættu aðgengi fyrir fleiri hópa, minni mengun og meira rými fyrir uppákomur sem gera götulífið skemmtilegra. Við erum sannfærð um að Laugavegurinn getur orðið falleg og vinsæl sumargata sem laðar til sín Íslendinga jafnt sem ferðamenn. Raunar er það svo að í flestum miðborgum í okkar heimshluta er nú verið að gera götur og torg aðgengilegri fyrir fótgangandi og þrengja að bílaumferðinni. Þegar Íslendingar eru þar á ferð, njóta þeir þess yfirleitt að rölta um göturnar, skoða búðarglugga, versla, setjast við borð úti á gangstétt og fá sér hressingu. Er ekki kominn tími til að við reynum að skapa þau lífsgæði í okkar eigin borgarumhverfi sem við sækjumst í erlendis? Þó ekki væri nema yfir hásumarið. Við viljum láta á það reyna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun