Fyrsti maí - dagur samstöðu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2011 06:00 Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar